Fara í efni

Erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna Íþróttahús á Kópaskeri

Málsnúmer 202510038

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 227. fundur - 14.10.2025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna styrks sem það hlaut til uppbyggingar og endurnýjunar á búnaði í líkamsræktinni á Kópaskeri. Óskað er eftir leyfi til að endurnýja tæki og standsetningu á rými ræktarinnar. Í tengslum við þetta er einnig er óskað eftir því að Norðurþing setji upp aðgangstýringu ásamt fjárstuðningi við verkefnið verði því við komið.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni varðandi endurnýjun tækja, standsetningu á rými og uppsetningu á aðgangsstýringu. Ráðið felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga samtal við Framfarafélag Öxarfjarðar varðandi fjárstuðning við verkefnið.

Fjölskylduráð - 228. fundur - 28.10.2025

Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir frekari upplýsingar og óskir frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna uppbyggingar á líkamsrækt á Kópaskeri
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um 500.000 kr. til tækjakaupa.