Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Mærudagar 2024 - 2026
Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer
Skýrslur verkefnastjóra og fjölmenningarfulltrúa um Mærudaga 2025.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur fyrir góða kynningu.
2.Barnamenningarhátíðin Framtíðin er okkar
Málsnúmer 202508034Vakta málsnúmer
Verkefnastjóri barnamenningarhátíðarinnar Framtíðin er okkar, sem haldin verður af Hagsmunasamtökum barna á Húsavík og STEM Húsavík, kynnir hátíðina og óskar eftir samvinnu Norðurþings.
Að auki er sótt um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík á meðan á hátíðinni stendur.
Að auki er sótt um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík á meðan á hátíðinni stendur.
Fjölskylduráð þakkar Karen Erludóttur og Huld Hafliðadóttur fyrir góða kynningu og samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík 13. september nk.
3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025
Málsnúmer 202508033Vakta málsnúmer
Söngfélagið Sálubót sækir um 500.000 kr styrk til lista- og menningarsjóðs v. ferðar til Vínar í Austurríki í haust.
Fjölskulduráð hafnar umsókninni þar sem hún fellur ekki að reglum sjóðsins.
4.Skólaþjónusta Norðurþings - Ársskýrsla 2024-2025 og starfsáætlun 2025-2026
Málsnúmer 202508029Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skólaþjónustu Norðurþings; ársskýrslu 2024 - 2025 og starfsáætlun 2025 - 2026.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, yfirsálfræðingur skólaþjónustu Norðurþings, kynnti ársskýrslu 2024 - 2025 og starfsáætlun 2025 - 2026.
5.Úttekt á starfsemi tónlistarskóla á Íslandi
Málsnúmer 202508042Vakta málsnúmer
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt úttekt á starfsemi tónlistarskóla á Íslandi. Úttektin er liður í aðgerðaáætlun menntastefnu og var markmið hennar að kanna gæði og skipan tónlistarnáms í viðurkenndum tónlistarskólum. Niðurstöður úttektarinnar gefa m.a. til kynna almenna ánægju meðal nemenda og forráðamanna með starf tónlistarskóla og að vilji kennara til umbóta og þróunar gagnvart náminu sé mikill.
Lagt fram til kynningar.
6.Ársreikningur og starfsskýrsla 2024 Hestamannafélagið Grani
Málsnúmer 202508038Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársreikningur Hestamannafélagsins Grana fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
7.Akstursáætlun skólabíls veturinn 2025-26 Öxarfjarðarskóli og Borgarhólsskóli
Málsnúmer 202508044Vakta málsnúmer
Fyrir liggur akstursáætlun skólabíls fyrir Öxarfjarðarskóla og Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Karen Erludóttir, f.h. Hagsmunasamtaka barna á Húsavík, og Huld Hafliðadóttir, f.h. STEM Húsavík, sátu fundinn undir lið 2.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Skólaþjónustu Norðurþings, sat fundinn undir lið 3.
Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 2-4.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 6-7.