Fara í efni

Barnamenningarhátíðin Framtíðin er okkar

Málsnúmer 202508034

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 223. fundur - 26.08.2025

Verkefnastjóri barnamenningarhátíðarinnar Framtíðin er okkar, sem haldin verður af Hagsmunasamtökum barna á Húsavík og STEM Húsavík, kynnir hátíðina og óskar eftir samvinnu Norðurþings.
Að auki er sótt um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík á meðan á hátíðinni stendur.
Fjölskylduráð þakkar Karen Erludóttur og Huld Hafliðadóttur fyrir góða kynningu og samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík 13. september nk.