Sveitarstjórn Norðurþings
1.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202506004Vakta málsnúmer
2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026
Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer
Einnig liggja fyrir sveitarstjórn breytingar hjá B-lista vegna lausnar frá störfum Eysteins Heiðars.
Einnig liggur fyrir sveitarstjórn að skipa nýjan fjallskilastjóra hjá fjallskilafélagi Öxarfjarðar en Stefán L. Rögnvaldsson hefur látið af störfum.
1. varaforseti verði Aldey Unnar Traustadóttir
2. varaforseti verði Helena Eydís Ingólfsdóttir í leyfi Hafrúnar Olgeirsdóttur
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð:
Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður í leyfi Hafrúnar Olgeirsdóttur
Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Varamenn í byggðarráði:
Kristinn Jóhann Lund varamaður í leyfi Hafrúnar Olgeirsdóttur
Soffía Gísladóttir varamaður
Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður
Rebekka Ásgeirsdóttir varamaður áheyrnarfulltrúa
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður áheyrnarfulltrúa
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Lagðar eru til eftirfarandi breytingar vegna lausnar frá störfum Eysteins Heiðars:
Varamaður í sveitarstjórn verður Stefán Haukur Grímsson.
Skipulags- og framkvæmdaráð: aðalmaður í verður Eiður Pétursson.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.: varamaður verður Hjálmar Bogi Hafliðason.
Stjórn Vík hses.: aðalmaður verður Hjálmar Bogi Hafliðason.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
Lagt er til að fjallskilastjórar í fjallskilafélagi Öxarfjarðar verði Emil Stefánsson, Baldur Stefánsson og Bjarki Fannar Karlsson.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.
3.Fundaáætlun sveitarstjórnar Norðurþings
Málsnúmer 202401031Vakta málsnúmer
Einnig liggur fyrir drög að fundaáætlun út júní 2026.
4.Endurskoðun samþykkta Norðurþings
Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer
Á 498. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Byggðarráð samþykkir tillögur að breytingu á samþykktum Norðurþings um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
5.Endurskoðun samþykktar um sorphirðu
Málsnúmer 202505027Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi.
Samþykkt samhljóða.
6.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.
Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð framlengir gildistíma reglna um heimgreiðslur um eitt ár og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Benóný sat hjá.
7.Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifi á SR-Reitnum
Málsnúmer 202505055Vakta málsnúmer
Með vísun í fundargerð 218. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 20. maí 2025, mál nr. 3, málsnúmer 202505052, leggur skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifi húsanna í samræmi við tilboð frá Hringrás ehf.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.
8.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á tillögu vinnuhópsins að úrvinnslu umsagna og leggur til við sveitarstjórn að úrvinnslan verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.
9.Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2025
Málsnúmer 202506039Vakta málsnúmer
Umboðið gildir til og með 20. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umboðið gildi til 1. ágúst nk.
Tillaga Aldeyjar er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birkis og Ingibjargar.
Bylgja, Eiður, Hjálmar, Kristinn og Kristján sátu hjá.
10.Skipulags- og framkvæmdaráð - 217
Málsnúmer 2505002FVakta málsnúmer
11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 218
Málsnúmer 2505006FVakta málsnúmer
12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 219
Málsnúmer 2505011FVakta málsnúmer
13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 220
Málsnúmer 2506002FVakta málsnúmer
14.Fjölskylduráð - 217
Málsnúmer 2505004FVakta málsnúmer
15.Fjölskylduráð - 218
Málsnúmer 2505005FVakta málsnúmer
16.Fjölskylduráð - 219
Málsnúmer 2505009FVakta málsnúmer
17.Fjölskylduráð - 220
Málsnúmer 2506001FVakta málsnúmer
18.Byggðarráð Norðurþings - 495
Málsnúmer 2505003FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
19.Byggðarráð Norðurþings - 496
Málsnúmer 2505007FVakta málsnúmer
Ingibjörg leggur fram eftirfarandi bókun f.h. V-lista:
Fyrir hönd V-lista mótmælum við þeirri ákvörðun að forföll í 6.- 10. bekk verði ekki leyst á næsta skólaári nema í undantekningartilvikum. Það gengur gegn Lögum um grunnskóla nr. 91/2008, þar sem skólaskylda barna er tryggð í 3. gr. og sveitarfélögum gert að tryggja samfellda og samþætta þjónustu grunnskóla í þágu velferðar og farsældar barna, sbr. 5. gr.
Að okkar mati væri eðlilegra að skerða ekki lögbundna þjónustu með þessum hætti heldur að verði leitað að öðrum leiðum til hagræðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarhólsskóla mætti t.a.m. spara um 6 milljónir króna á ári með því að fella morgunmat úr stundatöflu. Slíkt væri ábyrgari og markvissari leið til að verja kjarnastarfsemi skólans.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
20.Byggðarráð Norðurþings - 497
Málsnúmer 2505012FVakta málsnúmer
Aldey leggur fram eftirfarandi bókun f.h. V-lista:
Undanfarið hafa málefni Slökkviliðs Norðurþings verið til umfjöllunar. Nú síðast vegna vangreiddra launa til almenns slökkviliðsfólks á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri upp á tugmilljónir.
Undirrituð hefur á kjörtímabilinu ítrekað gert athugasemdir fyrir hönd V-lista, sem snúa að ákvörðunum um fjárfestingar og rekstur Slökkviliðs Norðurþings. T.a.m. stórfelldar og umdeildar fjárfestingar í búnaði og bílum á meðan fjárfestingargeta sveitarfélagsins til annarra verkefna hefur verið talin takmörkuð. Þá hefur a.m.k. í einu tilviki verið fjárfest í slökkvibíl án lögmætrar fjárheimildar byggðarráðs og utan fjárhagsætlunar. Á nokkrum árum hefur nú um hálfum milljarði króna verið forgangsraðað fram yfir annað í fjárfestingar, m.a. húsbyggingar og búnaður, til Slökkviliðs Norðurþings og á sama tíma rekstrarfjármagn verið aukið verulega.
Íbúar Norðurþings eiga skýlausa kröfu á það að meirihluti sveitarstjórnar reki sína þjónustu í eldvörnum undir sömu kröfum varðandi vinnubrögð, stjórnsýslu og rekstraraðhald og önnur svið sveitarfélagsins búa við. Að framfylgja kjarasamningum almenns starfsfólks er sjálfgefið og óviðunandi að slíkt sé ekki gert.
Undirritaðar telja nauðsynlegt að meirhluti sveitarstjórnar taki ábyrgð á þessum málaflokki og tryggi það með viðeigandi aðgerðum að þessum hlutum sé komið í eðlilegt horf sem fyrst.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Undirrituð leggja fram bókun:
Árið 2013 kom út skýrsla um endurskoðun og uppbyggingu Slökkviliðs Norðurþings. Þá var komin veruleg viðhaldsþörf á endurbætur á bæði búnaði og húsnæði. Vegna uppbyggingar á Bakka eru kvaðir á sveitarfélaginu að byggja upp slökkvilið og veita slökkviþjónustu. Það var gert með samþykki allra framboða á sínum tíma þar sem Vinstri-Grænir voru meðal annars í meirihluta. Uppbygging slökkviliðsins hefur verið kostnaðarsöm frá árinu 2013 og leiddi til þess að slökkviliðið er eitt best búna slökkvilið landsins sem við erum stolt af.
Benóný Valur Jakobsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Eiður Pétursson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Kristján Friðrik Sigurðsson
Til máls tók undir lið 20 "Ósk um umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034": Katrín.
Til máls tók undir lið 4 "Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka": Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
21.Byggðarráð Norðurþings - 498
Málsnúmer 2506003FVakta málsnúmer
22.Orkuveita Húsavíkur ohf - 267
Málsnúmer 2505008FVakta málsnúmer
23.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 33
Málsnúmer 2505013FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:10.