Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 497. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 6 "Slökkvilið Norðurþings": Aldey og Hjálmar.
Aldey leggur fram eftirfarandi bókun f.h. V-lista: Undanfarið hafa málefni Slökkviliðs Norðurþings verið til umfjöllunar. Nú síðast vegna vangreiddra launa til almenns slökkviliðsfólks á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri upp á tugmilljónir. Undirrituð hefur á kjörtímabilinu ítrekað gert athugasemdir fyrir hönd V-lista, sem snúa að ákvörðunum um fjárfestingar og rekstur Slökkviliðs Norðurþings. T.a.m. stórfelldar og umdeildar fjárfestingar í búnaði og bílum á meðan fjárfestingargeta sveitarfélagsins til annarra verkefna hefur verið talin takmörkuð. Þá hefur a.m.k. í einu tilviki verið fjárfest í slökkvibíl án lögmætrar fjárheimildar byggðarráðs og utan fjárhagsætlunar. Á nokkrum árum hefur nú um hálfum milljarði króna verið forgangsraðað fram yfir annað í fjárfestingar, m.a. húsbyggingar og búnaður, til Slökkviliðs Norðurþings og á sama tíma rekstrarfjármagn verið aukið verulega.
Íbúar Norðurþings eiga skýlausa kröfu á það að meirihluti sveitarstjórnar reki sína þjónustu í eldvörnum undir sömu kröfum varðandi vinnubrögð, stjórnsýslu og rekstraraðhald og önnur svið sveitarfélagsins búa við. Að framfylgja kjarasamningum almenns starfsfólks er sjálfgefið og óviðunandi að slíkt sé ekki gert. Undirritaðar telja nauðsynlegt að meirhluti sveitarstjórnar taki ábyrgð á þessum málaflokki og tryggi það með viðeigandi aðgerðum að þessum hlutum sé komið í eðlilegt horf sem fyrst. Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Undirrituð leggja fram bókun: Árið 2013 kom út skýrsla um endurskoðun og uppbyggingu Slökkviliðs Norðurþings. Þá var komin veruleg viðhaldsþörf á endurbætur á bæði búnaði og húsnæði. Vegna uppbyggingar á Bakka eru kvaðir á sveitarfélaginu að byggja upp slökkvilið og veita slökkviþjónustu. Það var gert með samþykki allra framboða á sínum tíma þar sem Vinstri-Grænir voru meðal annars í meirihluta. Uppbygging slökkviliðsins hefur verið kostnaðarsöm frá árinu 2013 og leiddi til þess að slökkviliðið er eitt best búna slökkvilið landsins sem við erum stolt af. Benóný Valur Jakobsson Bylgja Steingrímsdóttir Eiður Pétursson Hjálmar Bogi Hafliðason Kristinn Jóhann Lund Kristján Friðrik Sigurðsson
Til máls tók undir lið 20 "Ósk um umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034": Katrín.
Til máls tók undir lið 4 "Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka": Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Aldey leggur fram eftirfarandi bókun f.h. V-lista:
Undanfarið hafa málefni Slökkviliðs Norðurþings verið til umfjöllunar. Nú síðast vegna vangreiddra launa til almenns slökkviliðsfólks á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri upp á tugmilljónir.
Undirrituð hefur á kjörtímabilinu ítrekað gert athugasemdir fyrir hönd V-lista, sem snúa að ákvörðunum um fjárfestingar og rekstur Slökkviliðs Norðurþings. T.a.m. stórfelldar og umdeildar fjárfestingar í búnaði og bílum á meðan fjárfestingargeta sveitarfélagsins til annarra verkefna hefur verið talin takmörkuð. Þá hefur a.m.k. í einu tilviki verið fjárfest í slökkvibíl án lögmætrar fjárheimildar byggðarráðs og utan fjárhagsætlunar. Á nokkrum árum hefur nú um hálfum milljarði króna verið forgangsraðað fram yfir annað í fjárfestingar, m.a. húsbyggingar og búnaður, til Slökkviliðs Norðurþings og á sama tíma rekstrarfjármagn verið aukið verulega.
Íbúar Norðurþings eiga skýlausa kröfu á það að meirihluti sveitarstjórnar reki sína þjónustu í eldvörnum undir sömu kröfum varðandi vinnubrögð, stjórnsýslu og rekstraraðhald og önnur svið sveitarfélagsins búa við. Að framfylgja kjarasamningum almenns starfsfólks er sjálfgefið og óviðunandi að slíkt sé ekki gert.
Undirritaðar telja nauðsynlegt að meirhluti sveitarstjórnar taki ábyrgð á þessum málaflokki og tryggi það með viðeigandi aðgerðum að þessum hlutum sé komið í eðlilegt horf sem fyrst.
Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir
Undirrituð leggja fram bókun:
Árið 2013 kom út skýrsla um endurskoðun og uppbyggingu Slökkviliðs Norðurþings. Þá var komin veruleg viðhaldsþörf á endurbætur á bæði búnaði og húsnæði. Vegna uppbyggingar á Bakka eru kvaðir á sveitarfélaginu að byggja upp slökkvilið og veita slökkviþjónustu. Það var gert með samþykki allra framboða á sínum tíma þar sem Vinstri-Grænir voru meðal annars í meirihluta. Uppbygging slökkviliðsins hefur verið kostnaðarsöm frá árinu 2013 og leiddi til þess að slökkviliðið er eitt best búna slökkvilið landsins sem við erum stolt af.
Benóný Valur Jakobsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Eiður Pétursson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Kristján Friðrik Sigurðsson
Til máls tók undir lið 20 "Ósk um umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034": Katrín.
Til máls tók undir lið 4 "Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka": Hjálmar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.