Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 496

Málsnúmer 2505007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 154. fundur - 19.06.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 496. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Áhrif kjarasamninga við K.Í. á fjárhag Norðurþings.": Ingibjörg.

Ingibjörg leggur fram eftirfarandi bókun f.h. V-lista:
Fyrir hönd V-lista mótmælum við þeirri ákvörðun að forföll í 6.- 10. bekk verði ekki leyst á næsta skólaári nema í undantekningartilvikum. Það gengur gegn Lögum um grunnskóla nr. 91/2008, þar sem skólaskylda barna er tryggð í 3. gr. og sveitarfélögum gert að tryggja samfellda og samþætta þjónustu grunnskóla í þágu velferðar og farsældar barna, sbr. 5. gr.
Að okkar mati væri eðlilegra að skerða ekki lögbundna þjónustu með þessum hætti heldur að verði leitað að öðrum leiðum til hagræðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarhólsskóla mætti t.a.m. spara um 6 milljónir króna á ári með því að fella morgunmat úr stundatöflu. Slíkt væri ábyrgari og markvissari leið til að verja kjarnastarfsemi skólans.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.