Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2025
Málsnúmer 202506039
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 154. fundur - 19.06.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar.
Umboðið gildir til og með 20. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Umboðið gildir til og með 20. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Aldey leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umboðið gildi til 1. ágúst nk.
Tillaga Aldeyjar er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birkis og Ingibjargar.
Bylgja, Eiður, Hjálmar, Kristinn og Kristján sátu hjá.