Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

144. fundur 02. maí 2024 kl. 13:00 - 14:30 Höfði 24
Nefndarmenn
 • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
 • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
 • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
 • Eiður Pétursson aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Soffía Gísladóttir aðalmaður
 • Áki Hauksson aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
 • Rebekka Ásgeirsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
 • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
 • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202312114Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Katrín, Hafrún og Hjálmar.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð lýsa yfir ánægju sinni með að heilt yfir er rekstur sveitarfélagsins Norðurþings 2023 heldur betri en árin áður og skilar ívið meiri framlegð hjá A-hluta.
Tekjur eru að hækka á milli ára en í samstæðunni voru rekstrartekjur árið 2023 kr. 6.509 millj. og hækkuðu um 207,3 millj. milli ára eða 3,3%. Handbært fé hækkaði um 265,7 millj. kr. milli ára og var 1.722,9 millj. í árslok. Veltufjárhlutfall samstæðunnar er sterkt en það hækkar á milli ára og var 2,25 í árslok samanborið við 2,02 í ársbyrjun. Að jafnaði er horft til þess að veltufjárhlutfall sé amk yfir 1,0.
Laun og launatengd gjöld eru að hækka á milli ára í takt við launaþróun í landinu en sem hlutfall af rekstrartekjum stendur prósentan nánast í stað á milli ára. Fjöldi ársverka eykst um 1,9% hjá sveitarfélaginu, úr 311 í 317 á árinu 2023. Fjölgunin á sér að mestu leyti þá skýringu að sveitarfélagið hefur mætt langtíma veikindum með nýjum ráðningum til að halda uppi sama þjónustustigi. Fjármagnsliðir voru neikvæðir á árinu en það skýrist að mestu leyti í vöxtum og verðbótum aðallega í B hlutanum.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð á árinu 2023 um 194,7 millj. kr. sem er um 386,7 millj. kr. betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Skuldir við lánastofnanir lækka á milli ára um 51,8 mill kr. hjá samstæðunni og engin ný lán voru tekin á árinu.

Skuldahlutfall samstæðu sveitarfélagsins sem reiknað er í samræmi við reglur um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga var 65% í árslok 2023 samanborið við 67% í ársbyrjun. Hjá A-hlutanum var skuldahlutfallið 48% í árslok 2022 samanborið við 55% í ársbyrjun. Skuldahlutfallið lækkar þrátt fyrir aukningu heildarskulda en það skýrist helst af því að tekjur hækka nokkuð milli ára og veltufjármunir hækka einnig nokkuð. Skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu eru rúmlega kr. 1,7 millj. kr.
Áframhaldandi áskoranir eru augljósar í rekstri sveitarfélaga og hjá okkur eru stórar framkvæmdir framundan en við teljum að sveitarfélagið sé í stakk búið til að taka þeim áskorunum með áframhaldandi aga í rekstri og án þess að skerða þjónustu við íbúa.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía GísladóttirÁrsreikningur Norðurþings fyrir árið 2023 er samþykktur samhljóða.

2.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2023

Málsnúmer 202403084Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings til síðari umræðu.
Til máls tóku: Katrín, Eiður og Helena.

Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2023 er samþykktur samhljóða.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.

Helena Eydís.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar, Aldey og Rebekka.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi viðbótar tillögu:
Að gjaldskrár breytingarnar sem hér eru lagðar fram taki gildi frá og með 1. júní nk.

Tillaga Hjálmar er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða.


Aldey, Ingibjörg og Rebekka leggja fram eftirfarandi breytingar tillögu:
Undirritaðar leggja til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Aldey, Ingibjörg og Rebekka.

Tillaga Aldeyjar, Ingibjargar og Rebekku er borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Eiðs, Ingibjargar og Rebekku.
Hjálmar og Soffía greiddu atkvæði á móti.
Áki, Hafrún og Helena sátu hjá.

4.Reglur varðandi viðauka í sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 202404089Vakta málsnúmer

Á 462. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra reglurnar í takt við umræður á fundinum og vísar þeim með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún, Ingibjörg, Hjálmar, Áki og Aldey.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

5.Forsetakosningar 2024

Málsnúmer 202402039Vakta málsnúmer

Á 462. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að óska eftir við sýslumann að skipa kjörstjóra á skrifstofum sveitarfélagsins á Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er óskinni vísað til staðfestingar í sveitarstjórn til samræmis við 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða bókun byggðarráðs.

6.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer

Á 143. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samningnum til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

7.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar

Málsnúmer 202403064Vakta málsnúmer

Á 143. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

8.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu

Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar uppfærður samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Uppfærslan felst í því að allt sem snéri að barnaverndarþjónustu var tekið út úr samningi. Ekki er um aðrar efnislegar breytingar að ræða og því er ein umræða í sveitarstjórn nóg.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

9.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.

Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að framlengja heimgreiðslur til 30. júní 2025.

Lagt er til að önnur málsgrein reglna um heimgreiðslur verði eftirfarandi:
Markmið með heimgreiðslum er að aðstoða barnafjölskyldur við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólapláss. Heimgreiðslur miðast við að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
- Að foreldri/forráðamaður og barn eigi lögheimili í Norðurþingi.
- Að barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 24 mánaða.
- Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðurþingi.

Fjölskylduráð samþykkir framangreint og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Aldey og Hafrún.

Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V-lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S- lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Atvinnuþátttaka kvenna skiptir miklu máli fyrir nútíma samfélag, þess vegna er mikilvægt jafnréttismál að brúa umönnunarbilið. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Þetta er tímaskekkja. Því vilja undirritaðar nýta tækifærið og skora á ríkisvaldið að lengja fæðingarorlof úr 12 mánuðum í 18 mánuði.

Hafrún óskar bókað að hún taki undir bókun Aldeyjar, Ingibjargar og Rebekku.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

10.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:


Eftirfarandi er lagt til:
Systkinaafsláttur samkvæmt gjaldskrá Frístundar.:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á reglunum:
Í ljósi þess að undir máli 3 er búið að samþykkja að afsláttur verði með þriðja barni 100% er það lagt til hér einnig.

Samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Hjálmars, Ingibjargar, Rebekku og Soffíu.
Hafrún og Helena sátu hjá.

11.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Lögð er til eftirfarandi breyting á systkinaafslætti:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á reglunum:
Í ljósi þess að undir máli 3 er búið að samþykkja að afsláttur verði með þriðja barni 100% er það lagt til hér einnig.

Samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Hjálmars, Ingibjargar, Rebekku og Soffíu.
Hafrún og Helena sátu hjá.

12.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæði Í5 á Húsavík

Málsnúmer 202402030Vakta málsnúmer

Á 187. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulagsbreytingin snýr eingöngu að því að færa götuna Stóragarð lengra frá Ásgarði og felur ekki í sér breytingar á hæðum húsa. Það er heldur ekki deiliskipulagsins að fjalla um uppgjör réttinda. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því fram komnar athugasemdir ekki gefa tilefni til að breyta skipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Umsókn um stofnun lóðar út úr Krummaholti

Málsnúmer 202404091Vakta málsnúmer

Á 187. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar Sjónarhóls verði samþykkt á grundvelli lóðarblaðsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

14.Fjölskylduráð - 182

Málsnúmer 2403009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 182. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram.

15.Fjölskylduráð - 183

Málsnúmer 2404006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 183. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram.

16.Fjölskylduráð - 184

Málsnúmer 2404009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 184. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 185

Málsnúmer 2403010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 185. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Erindi frá píludeild Völsungs": Helena.

Til máls tók undir lið 1 "Samráðsfundir með Vegagerðinni 2024": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 186

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 186. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 187

Málsnúmer 2404010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 187. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði": Helena og Aldey.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 461

Málsnúmer 2404004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 461. fundar byggðarráðs.
Lagt fram.

21.Byggðarráð Norðurþings - 462

Málsnúmer 2404008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 462. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Samningur Húsavíkurstofa 2025-2027": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

22.Orkuveita Húsavíkur ohf - 252

Málsnúmer 2404001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 252. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 1 "Tillaga um lækkun á gjaldskrár OH": Aldey, Hafrún, Áki og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

23.Orkuveita Húsavíkur ohf - Aðalfundur

Málsnúmer 2404002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð Aðalfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 254

Málsnúmer 2404003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 254. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram.

25.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 22

Málsnúmer 2404011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 22. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:30.