Fara í efni

Umsókn um stofnun lóðar út úr Krummaholti

Málsnúmer 202404091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Atli Jespersen óskar eftir samþykki fyrir stofnun íbúðarhúsalóðar út úr Krummaholti í Reykjahverfi. Lóðin fái heitið Sjónarhóll. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað unnið af Hákoni Jenssyni merkjalýsanda hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar Sjónarhóls verði samþykkt á grundvelli lóðarblaðsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024

Á 187. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar Sjónarhóls verði samþykkt á grundvelli lóðarblaðsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.