Fara í efni

Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202311086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 169. fundur - 21.11.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur mál vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Byggðarráð samþykkir að leita eftir samstarfi við Akureyrarbæ um barnaverndarþjónustu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Til máls tók: Katrín.

Lagt fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 141. fundur - 18.01.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsókn um tímabundna undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu meðan unnið er að framtíðarlausn.
Til máls tók: Katrín.

Lagt fram til kynningar.