Fara í efni

Frisbígolfvöllur á Raufarhöfn

Málsnúmer 202103169

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 87. fundur - 29.03.2021

Ungmennafélagið Austri óskar eftir mótframlagi frá Norðurþingi vegna fyrirhugaðs frisbígolfvallar á Raufarhöfn.
Austri hefur þegar fengið styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um 500.000 kr.
Áætlaður heildarkostnaður verksins samkvæmt kostnaðarátlun frá Austra er rúmar 2.000.000 kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Ungmennafélaginu Austra styrk að upphæð 500.000 kr. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vera í samstarfi við Þjónustumiðstöð varðandi vinnuframlag til verksins. Ráðið hvetur félagsmenn Austra til frekari þátttöku í framkvæmdinni svo að völlurinn verði að veruleika sumarið 2021.