Fara í efni

Kvörtun vegna lokun á tjaldsvæði í Lundi

Málsnúmer 202009182

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

Fyrir Fjölskylduráði liggur erindi frá Norðurhjara - ferðaþjónustusamtökum.

Stjórn Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka gerði á fundi sínum 21. september sl. eftirfarandi bókun:

Stjórn Norðurhjara lýsir yfir vonbrigðum og óánægju sinni með að ekki sé starfrækt tjaldsvæði í Lundi í Öxarfirði. Í sumar hafi bersýnilega komið í ljós þörf fyrir tjaldsvæðið. Enda hefur þetta svæði gríðarmikla kosti. Þar er skjólsæld og mikil náttúrufegurð, sundlaugin í Lundi er örfáum skrefum frá og leiksvæði fyrir börnin. Svæðið er því mjög fjölskylduvænt.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið, tjaldsvæðismál í sveitarfélaginu verða til skoðunar hjá ráðinu í heild sinni í byrjun næsta árs.

Hrund Ásgeirsdóttir óskar bókað:
Undirrituð tekur undir óánægju ferðaþjónustusamtakanna Norðurhjara með lokun tjaldsvæðisins í Lundi. Það hefur þjónað ferðamönnum í áratugi, verið aðdráttarafl í fallegu og fjölskylduvænu umhverfi með sundlaugina handan þjóðvegarins. Ef einhvern tímann er þörf á meiri þjónustu við ferðamenn er það einmitt nú með tilkomu nýs Dettifossvegar. Helstu rökin fyrir því að Norðurþing vill ekki koma að rekstri tjaldsvæðisins er sú að prestsetrasjóður eigi landið sem tjaldsvæðið er á. Það eru haldlítil rök enda hefur prestsetrasjóður að mínu viti aldrei gert tilkall til svæðisins öll þau ár sem það hefur verið í rekstri. Tjaldsvæðið hefur verið sveitarfélaginu til skammar undanfarin sumur þar sem það hefur verið vanhirt, hvorki slegið né heldur gerðar þær bragarbætur sem þurfti á þjónustuhúsi þar. Það hefði frekar verið sveitarfélaginu til sóma að reka svæðið af myndugleik. Þá þarf að taka aðra umræðu um sundlaugina í Lundi sem þarfnast verulegra úrbóta til að geta þjónað ferðafólki sem og íbúum svæðisins sem best.