Fara í efni

Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 201910012

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 44. fundur - 07.10.2019

Til kynningar er Lýðheilsusjóður 2020. Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn í október 2019.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Norðurþing sótti um í Lýðheilsussjóð til verkefnisins ,,Heilsueflandi Norðurþing".
Norðurþing hlaut 300 þúsund úthlutað.
Taka þarf ákvörðun um ráðstöfun styrksins.
Málinu er frestað til næsta fundar.

Fjölskylduráð - 74. fundur - 05.10.2020

Norðurþing fékk úthlutað 300 þúsund krónum úr lýðheilsusjóði vegna verkefnisins heilsueflandi Norðurþing.
Þema verkefnisins var gönguleiðir og þarf að nýta styrkinn í samræmi við samþykkta umsókn.
Fjölskylduráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúi að ráðstafa fjárhæðinni í samræmi við umsókn Norðurþings.

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

Til umfjöllunar eru merkingar á gönguleið frá Borgarhólsskóla að sundlaug sem tengist umsókn Norðurþings í Lýðheilsusjóð 2020.
Fjölskylduráð fjallaði um merkingar á gönguleið barna frá Borgarhólsskóla að Sundlaug. Börnin lögðu til tvær leiðir, aðra ákjósanlegri sem þau nota reglulega en síður hina sem miðað við núverandi aðstæður er öruggusta leiðin hvað varðar umferðaröryggi. Ráðið vísar tillögu barnanna til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og óskar eftir áliti á málinu hjá ráðinu.

Styrkur fékkst frá Lýðheilsusjóði til þess að skreyta gangstéttir með merkingum, t.d. fótsporum, áttavita o.fl.