Fara í efni

Fjölskylduráð

44. fundur 07. október 2019 kl. 13:00 - 15:22 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1 - 2.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3-8.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.

1.Grunnskóli Raufarhafnar - Samstarf við Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201910016Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar greinargerð skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar um samstarf skólans við Öxarfjarðarskóla. Samstarf á milli grunnskóla var tekið fyrir á fundi ráðsins 19. nóvember 2018 undir málinu "Erindi frá foreldrum grunnskólabarna á Raufarhöfn um samstarf grunnskóla".
Greinargerð lögð fram til kynningar. Ráðið þakkar skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar fyrir kynninguna.

2.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla.

Málsnúmer 201910004Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar leiðbeinandi álit sérfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla. Tilefni álitsins er fjölgun beiðna frá forsjáraðilum barna til sveitarfélaga um tvöfalda grunnskólagöngu nemenda. Þá er í álitinu einnig fjallað um eldra álit sambandsins frá 2013 sem varðaði tvöfalda leikskólavist.
Lagt fram til kynningar.

3.Sumarfrístund 2019 - starfsskýrsla

Málsnúmer 201909138Vakta málsnúmer

Til kynningar er starfsskýrsla sumarfrístundar á Húsavík 2019. Einnig eru til kynningar viðhorfskönnun sem send var á alla foreldra/forráðamenn varðandi sumarfrístund.
Lögð var fram starfskýrsla sumarfrístundar á Húsavík fyrir sumarið 2019. Ráðið þakkar fyrir starfskýrsluna. Viðhorfskönnun, sem send var til foreldra/forráðamanna, var einnig kynnt. Niðurstaða könnunar sýnir mikla ánægju með sumarfrístund. Ráðið leggur til að slíkar kannanir verði framkvæmdar oftar yfir starfstímann.

4.Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 201910012Vakta málsnúmer

Til kynningar er Lýðheilsusjóður 2020. Opnað verður fyrir umsóknir í sjóðinn í október 2019.
Lagt fram til kynningar.

5.Sundlaugin í Lundi 2019

Málsnúmer 201910013Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggja aðsóknartölur fyrir sundlaugina í Lundi sumarið 2019. Neil Robertson var starfandi rekstaraðili þar í sumar líkt og árin 2018 og 2017.
Ráðið fjallaði um málefni sundlaugarinnar í Lundi, m.a. aðsóknartölur en 2382 gestir sóttu sundlaugina í sumar. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við núverandi rekstraraðila um áframhaldandi rekstur.

6.Skólaþing sveitarfélaga 4 nóvember 2019

Málsnúmer 201909111Vakta málsnúmer

Lagt til kynningar erindi og spurningar til ungmennaráða sveitarfélaga um framtíð skólastarfs. Erindið er frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og er tilkomið vegna Skólaþings sveitarfélaga þann 4. nóvember 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Afnot af íþróttahúsi á Kópaskeri vegna endurnýtingarmarkaðs

Málsnúmer 201910027Vakta málsnúmer

Erla Sólveig Kristinsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir hafa áhuga á að prófa að vera með endurnýtingarmarkað í íþróttahúsinu á Kópaskeri, laugardaginn 26. október frá klukkan 14 til 17. Æskilegt væri að geta farið inn í húsið til undirbúnings ca 2 tímum fyrir opnum.
Endurnýtingarmarkaðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fólk til að koma með nýtilega hluti sem það notar ekki lengur en telur að aðrir gætu nýtt og gefa, selja eða skipta. Ekki er gert ráð fyrir að það kosti fólk neitt að vera með og þess vegna förum við fram á að fá húsið til afnota án endurgjalds.
Fjölskylduráð lýsir ánægju yfir framtaki Erlu og Sigríðar og samþykkir endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri fyrir endurnýtingamarkaðinn.

8.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráðið liggur fundargerð 6.fundar Fötlunarráðs Norðurþings.
6. fundargerð Fötlunarráðs Norðurþings lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:22.