Fara í efni

Afnot af íþróttahúsi á Kópaskeri vegna endurnýtingarmarkaðs

Málsnúmer 201910027

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 44. fundur - 07.10.2019

Erla Sólveig Kristinsdóttir og Sigríður Kjartansdóttir hafa áhuga á að prófa að vera með endurnýtingarmarkað í íþróttahúsinu á Kópaskeri, laugardaginn 26. október frá klukkan 14 til 17. Æskilegt væri að geta farið inn í húsið til undirbúnings ca 2 tímum fyrir opnum.
Endurnýtingarmarkaðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fólk til að koma með nýtilega hluti sem það notar ekki lengur en telur að aðrir gætu nýtt og gefa, selja eða skipta. Ekki er gert ráð fyrir að það kosti fólk neitt að vera með og þess vegna förum við fram á að fá húsið til afnota án endurgjalds.
Fjölskylduráð lýsir ánægju yfir framtaki Erlu og Sigríðar og samþykkir endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsinu á Kópaskeri fyrir endurnýtingamarkaðinn.