Fara í efni

Fjölskylduráð

74. fundur 05. október 2020 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Aldey Traustadóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 5-6.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7-11.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur Skólaþjónustu Norðurþings sat fundinn undir lið 1.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 3.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 4.

1.Skólaþjónusta - Ársskýrsla 2019-2020 og starfsáætlun 2020-2021

Málsnúmer 202009157Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Skólaþjónustu Norðurþings 2019-2020 og starfsáætlun 2020-2021.
Fjölskylduráð þakkar Ingibjörgu Sigurjónsdóttur sálfræðingi hjá Skólaþjónustu Norðurþings fyrir ítarlega kynningu á ársskýrslu og starfsáætlun Skólaþjónustunar.

2.Reglur um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202009156Vakta málsnúmer

Á 73. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að fullgera reglur um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um tónlistarnám utan Norðurþings og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

3.Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602099Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir staðfestingu skólastjóra Borgarhólsskóla og Norðurþings á því að vinnu samkvæmt umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans sé lokið. Auk þess óskar ráðuneytið eftir mati sveitarstjórnar á því hvernig sveitarfélagi og skóla hafi tekist að vinna að umbótum á skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar.
Skólastjóri Borgarhólsskóla kynnti stöðu umbótaáætlunar. Vinnu samkvæmt umbótaáætlun er lokið að fráskildum kaflanum um innra mat en unnið er að umbótum samkvæmt honum á yfirstandandi skólaári.
Það er mat fjölskylduráðs Norðurþings að vel hafi tekist til við vinnu á umbótum í skólastarfi Borgarhólsskóla í kjölfar úttektar.

4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2021

Málsnúmer 202006044Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri gerir grein fyrir helstu forsendum og samþykktum fjárhagsrömmum vegna fjárhagsáætlunar 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202009014Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókun fundar færð í trúnaðarmálabók.

6.Gjaldskrá Þjónustan Heim í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010003Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar gjaldskrá Þjónustan heim í Norðurþingi 2021.
Fjölskylduráð samþykkir framlagða gjaldskrá Þjónustan Heim í Norðurþingi og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021

Málsnúmer 202008126Vakta málsnúmer

Á 73. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð mun halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð fjallaði um málið. Vinnu verður haldið áfram og stefnt er á að niðurstaða muni liggja fyrir á næsta fundi.

8.Erindi varðandi opnunartíma Sundlaugar Húsavíkur 2020

Málsnúmer 202009174Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur erindi frá Björgu Sigurðardóttir um skertan opnunartíma á morgnanna veturinn 2020 - 2021
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Ráðið ítrekar eftir samtöl við stjórnendur Borgarhólsskóla fyrri bókun sína frá 72. fundi ráðsins þar sem eftirfarandi rökstuðningur kom fram:


Ástæðan fyrir skertum opnunartíma fyrir almenna sundgesti er sú að börnum í sundkennslu hefur fjölgað talsvert og illgerlegt að koma öllum börnunum fyrir í sundkennslu innan hefðbundins skólatíma nema með því að skerða almennan opnunartíma. Fjölskylduráð hefur þá stefnu að gera sitt besta til að vinnudagur skólabarna verði samfelldur og er þetta liður í að koma þeirri stefnu í framkvæmd. Fjölskylduráði þykir leitt að þurfa að skerða almennan opnunartíma og hvetur fólk á sama tíma að nýta sundlaugina á þeim opnunartíma sem er í boði.

9.Aðgangur nemanda FSH að sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202009184Vakta málsnúmer

Nemandaráð FSH óskar eftir að nemar framhaldskólans fái aðgang að Sundlaug Húsavíkur án endurgjalds skólaárið 2020 - 2021.
Fjölskylduráð samþykkir að veita þeim nemendum Framhaldsskólans á Húsavík sem eru í nemendafélagi skólans frítt í Sundlaug Húsavíkur gegn framvísun nemendafélagsskírteinis. Gildir út skólaárið 2020-2021.

10.Lýðheilsusjóður 2020

Málsnúmer 201910012Vakta málsnúmer

Norðurþing fékk úthlutað 300 þúsund krónum úr lýðheilsusjóði vegna verkefnisins heilsueflandi Norðurþing.
Þema verkefnisins var gönguleiðir og þarf að nýta styrkinn í samræmi við samþykkta umsókn.
Fjölskylduráð felur íþrótta-og tómstundafulltrúi að ráðstafa fjárhæðinni í samræmi við umsókn Norðurþings.

11.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021

Málsnúmer 202010024Vakta málsnúmer

Opið er fyrir umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og rennur frestur út þriðjudaginn 6.október 2020 kl 12.00

Fyrir nefndinni liggja drög að umsókn í sjóðinn vegna skipulagsvinnu vegna heilsárs útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk.

Taka þarf ákvörðun um hvort sækja eigi í sjóðinn eða ekki.
Fjölskylduráð samþykkir að sækja um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna skipulagsvinnu við heilsárs útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að ganga frá umsókn til sjóðsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.