Fara í efni

Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 284. fundur - 14.03.2019

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.
Til máls tók: Helena Eydís.
Sveitarstjórn samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.

Fjölskylduráð - 45. fundur - 14.10.2019

Lagt fram til kynningar fyrir ráðið Íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.

Á 90. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir að sækja um þátttöku í verkefninu og sveitarstjóra falið að senda inn umsókn.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Eftirfarandi var bókað á 45. fundi Fjölskylduráðs Norðurþings;
Lagt fram til kynningar fyrir ráðið Íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga en ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k. Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.
Til máls tók; Silja Jóhannesdóttir.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019

Til kynningar er íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Norðurþing er þátttakandi í verkefninu eins og hefur áður komið fram á 45.fundi Fjölskylduráðs.
Vinnufundur verkefnisins fór fram á Akureyri þann 25.október síðastliðinn.
Fjölskylduráð líst vel á fyrirliggjandi drög og samþykkir að unnið verði að málinu eftir fyrirliggjandi minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Fjölskylduráð - 73. fundur - 28.09.2020

Til umfjöllunar er íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Norðurþing er þátttakandi í.
Lagt fram til kynningar og málið verður unnið áfram.

Fjölskylduráð - 76. fundur - 26.10.2020

Til kynningar eru lokadrög að niðurstöðuskýrslu um íbúalýðræðisverkefni sem Norðurþing tók þátt í með stuðningi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Viðfangsefni verkefnisins var að kanna uppbyggingu á aðstöðu til íþrótta- og tómstundamála á Húsavík.

Þann 9.nóvember er fyrirhugað málþing með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og öðrum sveitarfélögum sem tóku þátt í íbúalýðræðisverkefninu.
Fjölskylduráð þakkar skýrsluhöfundum vinnuna, skýrslan mun nýtast vel í þeirri vinnu sem framundan er í uppbyggingu íþrótta- og tómstundastarfs í Norðurþingi.

Skýrslan verður birt á vef Norðurþings.

Fjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir íbúasamráð Norðurþings sem unnið var í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fjölskylduráð þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna á vel unnu verkefni sem mun nýtast ráðinu.