Byggðarráð Norðurþings

284. fundur 14. mars 2019 kl. 08:30 - 09:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Sala Eigna: Bakkagata 4(slökkvistöð)

201902036

Borist hafa 3 tilboð í eignina að Bakkagötu 4 á Kópaskeri. Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu til tilboðanna.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda.

2.Gagnatorg og opið bókhald

201903033

Sveitarstjóri hefur kannað möguleika og kostnað sveitarfélagsins við uppbyggingu svokallaðs Gagnatorgs á heimasíðu Norðurþings. Sömuleiðis hafa verið kannaðar leiðir við uppsetningu opins bókhalds. Sveitarstjóri fer yfir þau samskipti sem hafa átt sér stað um málið og leggur fram tillögu að næstu skrefum.Sveitarstjóra falið að vinna að samningi um uppsetningu gagnatorgs fyrir sveitarfélagið. Að óbreyttu verði gagnatorgið opnað á haustdögum.

3.Umhverfisstefna Norðurþings

201707063

Á 25. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 5. mars s.l. var tekin fyrir umhverfisstefna Norðurþings. Á fundi ráðsins var bókað:

"Skipulags- og framkvæmdaráði líst vel á uppleggið og óskar eftir fjármunum frá byggðarráði í vinnuna."
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn og gert er ráð fyrir að fjármunirnir verði teknir af handbæru fé.

4.Viðauki við félagsþjónustu 2019

201903030

Félagsþjónusta Norðuþings óskar eftir viðauka sem nemur aukningu um 2 stöðugildi í þjónustu við fatlaða. Jöfnunarsjóðs greiðslur eru tæpum 60 milljón krónum hærri fyrir 2019 en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og skýrist það af aukinni þjónustuþörf. Því er veruleg þörf á að bæta við stöðugildi í þjónustu fatlaðra einstaklinga. Ekki kemur til auka fjárútláta Norðurþings vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Auglýsing stöðu Hafnastjóra Norðurþings

201903027

Á 249. fundi byggðarráðs þann 20. apríl 2018 var skipuriti Norðurþings breytt þannig að rekstrarstjóri hafna var skipaður hafnastjóri til eins árs frá 23. apríl 2018. Gert var ráð fyrir að staða hafnastjóra yrði auglýst innan 12 mánaða.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðan verði auglýst á næstu vikum.

6.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017-2019

201709132

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 9. og 10. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 19. febrúar og 21. febrúar 2019.
Í fundargerð 9. fundar, 4. lið óskaði hverfisráðið eftir fundi með byggðarráði. Sveitarstjóra er falið að bjóða hverfisráðinu til fundar við byggðarráð á næstu vikum.

Aðrir liðir fundargerðanna lagðir fram til kynningar.

7.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

201903011

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitun Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa". Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Öll sveitarfélög hafa tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu og mun samráðshópur verkefnisins sjá um að velja þátttökusveitarfélög á grundvelli umsókna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að sótt verði um þátttöku á grunni þeirra stefnumótunarverkefna sem framundan eru hjá sveitarfélaginu og krefjast lýðræðislegrar þátttöku íbúa við ákvörðunartöku.

8.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2019

201903032

Boðað er til aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga föstudaginn 29. mars n.k. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.
Sveitarstjóri situr aðalfund Lánasjóðsins og fer með umboð sveitarfélagsins.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþings: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjölda fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.

201903029

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

201903017

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. mars n.k.


Byggðarráð fagnar fram kominni þingsályktunartillögu.
Í greinargerðinni með tillögunni segir að flugvöllurinn gegni "lykilhlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem eru flestar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, og jafnframt við almenna verslun og þjónustu. Flugvöllurinn er einnig mikilvæg miðstöð kennsluflugs, eftirlits og leitar- og björgunarflugs og mikilvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við stóraukna ferðaþjónustu og tækifæri eru til að dreifa ferðamönnum betur um landið í gegnum flugvöllinn."

Fundi slitið - kl. 09:55.