Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.

Málsnúmer 201903017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 284. fundur - 14.03.2019

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. mars n.k.


Byggðarráð fagnar fram kominni þingsályktunartillögu.
Í greinargerðinni með tillögunni segir að flugvöllurinn gegni "lykilhlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem eru flestar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, og jafnframt við almenna verslun og þjónustu. Flugvöllurinn er einnig mikilvæg miðstöð kennsluflugs, eftirlits og leitar- og björgunarflugs og mikilvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við stóraukna ferðaþjónustu og tækifæri eru til að dreifa ferðamönnum betur um landið í gegnum flugvöllinn."