Fara í efni

Viðauki við félagsþjónustu 2019

Málsnúmer 201903030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 284. fundur - 14.03.2019

Félagsþjónusta Norðuþings óskar eftir viðauka sem nemur aukningu um 2 stöðugildi í þjónustu við fatlaða. Jöfnunarsjóðs greiðslur eru tæpum 60 milljón krónum hærri fyrir 2019 en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og skýrist það af aukinni þjónustuþörf. Því er veruleg þörf á að bæta við stöðugildi í þjónustu fatlaðra einstaklinga. Ekki kemur til auka fjárútláta Norðurþings vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði.
Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir viðauka sem nemur aukningu um tvö stöðugildi í þjónustu við fatlaða. Jöfnunarsjóðsgreiðslur eru tæpum 60 milljónum krónum hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og skýrist það af aukinni þjónustuþörf. Því er veruleg þörf á að bæta við stöðugildi í þjónustu við fatlaðra einstaklinga. Ekki kemur til aukafjárútláta Norðurþings vegna aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði. Byggðarráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.