Fara í efni

Rarik óskar eftir lóð undir spennistöðvarhús við Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202011133

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

RARIK óskar eftir að fá úthlutað 30 m² lóð undir spennistöð við fiskeldið í Haukamýri. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skv. uppdrættinum myndi ný lóð lenda innan lóðar fiskeldisins. Fyrir liggur samþykki Fiskeldisins Haukamýri fyrir skerðingu lóðar sinnar vegna lóðar undir spennistöð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á úthlutun lóðar undir spennistöðina og lóðin Haukamýri (L150816) verði skert að sama skapi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 109. fundur - 19.01.2021

Á 85. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á úthlutun lóðar undir spennistöðina og lóðin Haukamýri (L150816) verði skert að sama skapi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.