Fara í efni

Saltvík ehf. óskar eftir framkvæmdarleyfi til ræktunar á skjóllundum og skjólbelti

Málsnúmer 202011124

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Elsa Björk Skúladóttir, f.h. Saltvíkur ehf., óskar eftir heimild til ræktunar þriggja skjóllunda á samtals 7,7 ha svæði við Saltvík. Megináhersla yrði lögð á að skapa skjól á starfssvæði fyrirtækisins, auka lífsgæði fólks og dýra og binda kolefni. Horft er til þess að skógurinn verði fjölbreyttur og þróttmikil og þess yrði gætt að skógurinn falli sem best að landslagi. Jafnframt er óskað leyfis til að gera 1,4 km af skjólbeltum. Staðsetning skjóllunda er sýnd á hnitsettum uppdrætti og fyrirhuguð skjólbelti á rissmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða ræktun skjóllunda og skjólbelta. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að gera tillögu að samningi um landafnot sem verði án gjaldtöku af hálfu sveitarfélagsins enda eignist það trjáræktina í lok samningstíma.