Fara í efni

Hafnasambandsþing 24.-25. september 2020

Málsnúmer 202007030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 74. fundur - 11.08.2020

Boðun á hafnasambandsþings sem haldið verður á Ólafsvík 24.-25. september 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að hafnastjóri fari. Varðandi fjölda fulltrúa frá höfnum Norðurþings liggur ekki fyrir að svo stöddu en mun skýrast þegar dagskrá liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Í samræmi við 5. gr. laga Hafnasambands Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 42. hafnasambandsþings sem að þessu sinni verður haldið rafrænt 27. nóvember nk.
Samkvæmt 4. gr. laga hafnasambandsins velja aðildarhafnir fullrúa á hafnasambandsþing.

Kjörgengir á hafnasambandsþing og í stjórn Hafnasambands Íslands eru kjörnir fullrúar í sveitarstjórnum og hafnastjórnum, auk varamanna þeirra. Að auki eru kjörgengir starfsmenn hafna og sveitarfélaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Silju, Berg Elías, Kristján Friðrik og Þóri Örn Gunnarsson hafnastjóra sem fulltrúa Norðurþings á þingið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Fundargerð frá 42. hafnasambandsþingi Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.