Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

74. fundur 11. ágúst 2020 kl. 13:00 - 14:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Innheimtumál Norðurþings 2020

Málsnúmer 202006174Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað fjármálastjóra vegna tveggja innheimtumála Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnasambandsþing 24.-25. september 2020

Málsnúmer 202007030Vakta málsnúmer

Boðun á hafnasambandsþings sem haldið verður á Ólafsvík 24.-25. september 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að hafnastjóri fari. Varðandi fjölda fulltrúa frá höfnum Norðurþings liggur ekki fyrir að svo stöddu en mun skýrast þegar dagskrá liggur fyrir.

3.Félagar í Kaðlín handverkshúsi sækja um leyfi til að staðsetja vegvísi á Hafnarstétt

Málsnúmer 202008019Vakta málsnúmer

Kaðlín óskar eftir því að fá að staðsetja vegvísi, 50x80cm að stærð, sem vísi á salerni og starfsemi Kaðlínar í Hafnarstétt 1. Óskað er eftir því að staðsetja vegvísinn á handriði landstöpuls nyrstu flotbryggjunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu vegvísis á umræddu handriði, í samráði við hafnastjóra.
Skilyrt er að því sé komið haganlega fyrir með festingum sem auðvelt er að fjarlægja og án varanlegra umerkja á handriði.
Einnig skal tryggja að vegvísir eða festingar valdi ekki meiðslum hjá þeim sem nota handlista á handriði.

4.Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi staðsetningu á biðskýli við höfnina og varðandi tjaldstæði við Grundargarð.

Málsnúmer 202007040Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til erindis Húsavíkurstofu varðandi uppsetningu biðskýlis við höfnina.
Silja leggur til að ráðið verði við beiðni um byggingu og uppsetningu biðskýlis enda ljóst að sé rétt haldið á spilum varðandi
áframhaldandi markaðssetningu geti Eurovision myndin skilað miklu til Húsavíkur. Nú þegar veki skýlið mikla athygli þar sem það er staðsett og á hverju ári er Eurovision keppnin haldin og því mikilvægt að taka skref í átt að því að hér verði Eurovision bær. Húsavíkurstofa er að setja saman metnaðarfulla áætlun sem lýtur að þessu og í henni er m.a. bygging og staðsetning þessa skýlis.
Kostnaður við skýlið er um 1,2 milljón og legg ég til að sá kostnaður verði færður af uppbyggingu við skíðasvæði þar sem náðist styrkur vegna þess upp á 2,5 milljón frá Vegagerð.

Bergur leggur til að málinu verði vísað til gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Kristján Friðrik, Guðmundur og Kristinn styðja tillögu Bergs.

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Naustið ehf.

Málsnúmer 202008004Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu veitinga (flokkur II) á Naustinu að Ásgarðsvegi 1. Erindi felur í sér sölu veitinga úti.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa, f.h. Norðurþings, að veita jákvæða umsögn um erindið.

6.Fljótsdalshérað óskar eftir umsögn vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Málsnúmer 202008005Vakta málsnúmer

Fljótsdalshérað kynnir nú skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Aðalskipulagsbreyting mun að mestu lúta að breytingu á staðsetningu Fjarðarheiðarganga og breyttri legu hringvegar við Egilsstaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Háagerði 1

Málsnúmer 202008007Vakta málsnúmer

Freyr Ingólfsson og Kristín Anna Hreinsdóttir óska byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við Háagerði 1. Teikningar eru unnar af Knúti Jónassyni byggingarfræðingi. Flatarmál viðbyggingar er 29,5 m². Með umsókn fylgja undirskriftir eigenda Háagerðis 2, 3, 4 og 6 sem staðfesta að nágrannar gera ekki athugasemdir við fyrirhugaða byggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og samþykkir byggingaráformin. Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

8.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Umræða sem staðið hefur yfir með hléum í skipulags- og framkvæmdaráði sl. þrjú ár og snýr að umferðamerkingum á Húsavík, hefur að mestu snúist um hraðatakmarkanir innan þéttbýlis þrátt fyrir að málið hafi verið sett af stað í upphafi á grundvelli athugasemda frá lögreglu og ökukennurum varðandi umferðarmerkingar almennt. Eftir endanlega afgreiðslu málsins og birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum til lögfestingar umferðamerkinga innan þéttbýlis Húsavíkur voru þó gerðar athugsemdir varðandi umferðamerkingar sem ekki höfðu verið ræddar sérstaklega í meðförum ráðsins og er málið því tekið upp að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráðs þarf að taka afstöðu til eftirfarandi fjögurra atriða:
1) Annarra umferðamerkinga en þeirra er snúa að hraðatakmörkunum innan þéttbýlis Húsavíkur.
2) Skýra afstöðu sína til hverrar tillögu fyrir sig í framlögðum gögnum sem birtust á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 16.07.2018.
3) Tilgreina sundurliðaðar breytingar sem skipulags- og framkvæmdaráð telur að þurfi að gera á áður auglýstri lögfestingu umferðamerkinga í Stjórnartíðindum.
4) Staðfesting skipulags- og framkvæmdaráðs á niðurstöðu málsins og ákvörðunar um auglýsingu í Stjórnartíðindum.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun.

Umræðan um merkingar hefur snúið að því sem hefur verið ábótavant, ekki að breyta merkingum. Bæði lögregla og ökukennarar hafa bent á hvar merkingum er ábótavant. Málið er varðar stöðvunarskyldu hefur aldrei verið afgreitt; aldrei lagt til og því aldrei samþykkt eins og fram kemur í feril málsins. Ráðið hefur aldrei tekið afstöðu til stöðvunarskylda á Húsavík.

Í ljósi þessa þá er spurt hvort formaður ráðsins sé að leggja til að samþykkja það sem þegar er búið að gera?

Silja leggur til:

Á 24. fundi framkvæmdaráðs, þann 10. janúar 2018, var starfsmanni falið að teikna upp og skilgreina umferðarmerkingar og hámarkshraða á götum Húsavíkur og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar. Skilgreiningar umferðamerkja var lagt fyrir fund ráðsins en aldrei tekið til efnislegrar umfjöllunar og ekki samþykkt.

Því er lagt til nú að nýta þá vinnu sem þó hefur farið fram og vísa til umsagnar hjá lögreglu og Vegagerð og taka svo til umfjöllunar í Skipulags-og framkvæmdaráði að nýju. Lagt er einnig til að taka niður þær stöðvunarskyldur sem búið er að setja upp. Merkingum hefur verið ábótavant og mikilvægt að halda vinnunni áfram.
Ráðið samþykkir tillöguna.

9.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð frá þeim aðilum sem tóku þátt í útboði vegna snjómoksturs í þéttbýli Húsavíkur frá 2020-2022.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til innsendra tilboða ásamt tilmæla ráðsins um samningagerð við valda aðila.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við lægstbjóðendur í báðum bæjarhlutum. Ekki er tekin afstaða til tilboða sem bárust eftir að tilboðsfrestur rann út.

Fundi slitið - kl. 14:15.