Fara í efni

Félagar í Kaðlín handverkshúsi sækja um leyfi til að staðsetja vegvísi á Hafnarstétt

Málsnúmer 202008019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 74. fundur - 11.08.2020

Kaðlín óskar eftir því að fá að staðsetja vegvísi, 50x80cm að stærð, sem vísi á salerni og starfsemi Kaðlínar í Hafnarstétt 1. Óskað er eftir því að staðsetja vegvísinn á handriði landstöpuls nyrstu flotbryggjunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu vegvísis á umræddu handriði, í samráði við hafnastjóra.
Skilyrt er að því sé komið haganlega fyrir með festingum sem auðvelt er að fjarlægja og án varanlegra umerkja á handriði.
Einnig skal tryggja að vegvísir eða festingar valdi ekki meiðslum hjá þeim sem nota handlista á handriði.