Fara í efni

Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi staðsetningu á biðskýli við höfnina og varðandi tjaldstæði við Grundargarð.

Málsnúmer 202007040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Húsavíkurstofa leggur formlega fram beiðni þess efnis að biðskýli sem var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga verði sett upp á sama stað við höfnina og það var í myndinni.
Húsavíkurstofa óskar einnig eftir að það verði formlega kannaður sá möguleiki að opna tjaldsvæði við Grundargarð yfir háannatíma í sumar, hugsanlega frá miðjum júlí og fyrstu vikuna í ágúst, eins og hefur verið gert yfir Mærudaga.
Erindi er varðar niðursetningu á biðskýli undir Beinabakka með vísan í Eurovison song contest - story of fire saga er vísað til byggðaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því að byggja upp tímabundið tjaldsvæði við Grundargarð. Svæðið er ekki skipulagt sem slíkt enda í námunda við mikla íbúðabyggð auk þess sem salernisaðstaða sem notast var við á Mærudögum er ekki lengur fyrir hendi í Skíðaskúrnum. Fyrirhugað er að bæta rafmagnsaðstöðu á núverandi tjaldsvæði við Íþróttasvæðið á Húsavík.

Byggðarráð Norðurþings - 334. fundur - 16.07.2020

Á 73. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Erindi er varðar niðursetningu á biðskýli undir Beinabakka með vísan í Eurovison song contest - story of fire saga er vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og eiga samtal við hlutaðeigandi aðila um málið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 74. fundur - 11.08.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til erindis Húsavíkurstofu varðandi uppsetningu biðskýlis við höfnina.
Silja leggur til að ráðið verði við beiðni um byggingu og uppsetningu biðskýlis enda ljóst að sé rétt haldið á spilum varðandi
áframhaldandi markaðssetningu geti Eurovision myndin skilað miklu til Húsavíkur. Nú þegar veki skýlið mikla athygli þar sem það er staðsett og á hverju ári er Eurovision keppnin haldin og því mikilvægt að taka skref í átt að því að hér verði Eurovision bær. Húsavíkurstofa er að setja saman metnaðarfulla áætlun sem lýtur að þessu og í henni er m.a. bygging og staðsetning þessa skýlis.
Kostnaður við skýlið er um 1,2 milljón og legg ég til að sá kostnaður verði færður af uppbyggingu við skíðasvæði þar sem náðist styrkur vegna þess upp á 2,5 milljón frá Vegagerð.

Bergur leggur til að málinu verði vísað til gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Kristján Friðrik, Guðmundur og Kristinn styðja tillögu Bergs.