Fara í efni

11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010167

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 81. fundur - 27.10.2020

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "11-Umhverfismál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun umhverfismála fellur ekki innan þess ramma sem teiknaður hefur verið í tengslum við fjárhagáætlunargerð ársins 2021, en í því samhengi þarf að skoða hvaða þjónustu innan málaflokksins hægt er að skera niður og/eða fella út.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra áætlun með tilliti til launakostnaðar sumarstarfsmanna og leggja aftur fyrir ráðið að viku liðinni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Á 81. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi tekið fyrir:
Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "11-Umhverfismál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun umhverfismála fellur ekki innan þess ramma sem teiknaður hefur verið í tengslum við fjárhagáætlunargerð ársins 2021, en í því samhengi þarf að skoða hvaða þjónustu innan málaflokksins hægt er að skera niður og/eða fella út.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra áætlun með tilliti til launakostnaðar sumarstarfsmanna og leggja aftur fyrir ráðið að viku liðinni.

Rekstraráætlun "11-Umhverfissvið" fyrir árið 2021 hefur verið uppfærð m.t.t. áætlaðs launakostnaðar sumarstarfsmanna sem gert hafði verið ráð fyrir, t.a.m. varðandi skrúðgarð og við hirðingu opinna svæða innan þéttbýlis. Einnig hafa leiðréttingar verið gerðar þar sem tilefni hefur verið til, en þær aðgerðir duga þó ekki að fullu til þess að færa áætlaðan rekstur málaflokksins niður í þann ramma sem úthlutað hefur verið.
Kallað er eftir aðgerðum skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi þann niðurskurð sem þarf að eiga sér stað svo hægt verði að stilla verkefnum tengdum umhverfismálum til samræmis við úthlutað fjármagn til málaflokksins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.

Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 3.379.894 kr.

Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020

Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.

Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 3.379.894 kr.
Byggðarráð hafnar ósk skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma umhverfismála og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu innan ramma.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Á 345. Fundi Byggðaráðs var bókað: Byggðarráð hafnar ósk skipulags- og framkvæmdaráðs um hækkun á ramma umhverfismála og vísar áætluninni til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari útfærslu innan ramma.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að dregið verði úr framlögum til umhverfisstefnu, sumarstarfsmanna í Skrúðgarði, uppbyggingu stíga og endurbætur á bæjargirðingu. Þannig næst áætlun niður um 7,5 milljónir.

Bergur Elías og Guðmundur sitja hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 346. fundur - 26.11.2020

Á 83. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að dregið verði úr framlögum til umhverfisstefnu, sumarstarfsmanna í Skrúðgarði, uppbyggingu stíga og endurbætur á bæjargirðingu. Þannig næst áætlun niður um 7,5 milljónir.

Bergur Elías og Guðmundur sitja hjá.
Byggðarráð vísar áætlun umhverfismála til heildaráætlunar sveitarfélagsins.