Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

81. fundur 27. október 2020 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-4.
Gaukur Hjartarson skipulags- og bygginarfulltrúi sat fundinn undir liðum 5-6.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 7-14.

1.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2021

Málsnúmer 202008134Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Gjaldskrár hafnasjóð 2021

Málsnúmer 202010019Vakta málsnúmer

Umræða um gjaldskrár hafna fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfisstjórnunarkerfi frá Klöppum ehf. sem heldur utanum sorp- og úrgangstilkynningar skipa.

Málsnúmer 202010164Vakta málsnúmer

Til kynningar er umhverfisstjórnunarkerfi frá Klöppum ehf.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2020

Málsnúmer 202001107Vakta málsnúmer

Fundargerð 427. fundar hafnasambandsins lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsáætlun skipulags-og byggingarmála 2021

Málsnúmer 202010075Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2021. Skipulags- og byggingarfulltrúi telur að í ljósi fjárhagslegra aðstæðna sveitarfélagsins sé rétt að skera niður útgjöld málaflokksins frá því rammi gerir ráð fyrir og því er rammi ekki fullnýttur í þeirri tillögu sem lögð er fram. Rammi lykils 09 er 52.892.000 kr. en áætlun hljóðar uppá 43.952.365 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.

6.Minjastofnun auglýsir eftir styrkjum úr húsfriðunarsjóði vegna ársins 2021

Málsnúmer 202010137Vakta málsnúmer

Minjastofnun hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021. Umsóknafrestur rennur út 1. desember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð bendir stýrihópi sem myndaður var á 49. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs á úthlutun þessara styrkja.

7.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir þær beiðnir sem hafa borist og vísað var til framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021. Einnig er farið yfir önnur fyrirliggjandi verkefni og umræður um þau.
Lagt fram til kynningar.

8.08-Hreinlætismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010165Vakta málsnúmer

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "08-Hreinsunarmál" fyrir árið 2021. Stærsti liður málaflokksins er rekstur sorpmála en rekstraráætlun málaflokks 08 fyrir árið 2021 gerir ekki ráð fyrir að rekstrarkostnaður verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun 2021. Mikilvægt er að tekin verði afstaða í ráðinu til þess hvernig mæta skuli fyrirliggjandi kostnaðarauka í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sorphirðukostnaður hækkaði umtalsvert eftir síðasta útboð og þjónustugjöld sem þau eiga skv. lögum að standa straum af slíkri þjónustu og því mikilvægt að reyna að minnka þann halla sem fyrirséður er á málaflokknum. Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hækkun á sorphirðugjaldi verði 20% að því gefnu að komið verði til móts við þá hækkun með lækkun annara álagningarliða þannig að álögum á íbúa verði stillt í hóf. Ráðið vísar málinu til byggðarráðs.

9.10-Umf.- og Samgöngumál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010166Vakta málsnúmer

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "10-Umferðar- og Samgöngumál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun málaflokks 10 fyrir árið 2021 er á pari við úthlutaðan ramma. Stærstu og mest íþyngjandi liðir málaflokksins eru snjómokstur og hálkuvarnir. Stór tækifæri til kostnaðarlegrar hagræðingar innan sveitarfélagsins liggja innan málaflokks 10 og æskilegt að lagðar verði línur í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi slíkt sem mögulegt er að vinna eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

Guðmundur, Kristinn og Silja óska bókað: Horfa þarf til þess í ljósi aðstæðna að lækka þurfi þjónustustig snjómoksturs í sveitafélaginu á komandi misserum.

10.11-Umhverfismál - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010167Vakta málsnúmer

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "11-Umhverfismál" fyrir árið 2021. Rekstraráætlun umhverfismála fellur ekki innan þess ramma sem teiknaður hefur verið í tengslum við fjárhagáætlunargerð ársins 2021, en í því samhengi þarf að skoða hvaða þjónustu innan málaflokksins hægt er að skera niður og/eða fella út.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra áætlun með tilliti til launakostnaðar sumarstarfsmanna og leggja aftur fyrir ráðið að viku liðinni.

11.31-Eignasjóður - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010168Vakta málsnúmer

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "31-Eignasjóður" fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að rekstur eignasjóðs verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs. Ráðið óskar eftir hækkun á ramma sem nemur 109.875 kr.

12.33-Þjónustumiðstöð - Rekstraráætlun 2021

Málsnúmer 202010169Vakta málsnúmer

Rekstraráætlanir framkvæmdasviðs 2021.
Til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði eru drög að rekstraráætlun málaflokks "33-Þjónustumiðstöð" fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að kostnaður við rekstur þjónustumiðstöðvar árið 2021 verði innan þess ramma sem málaflokknum hefur verið úthlutað í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðarráðs.

13.Nýr leigusamningur við Leikfélag Húsavíkur v. Samkomuhús og Fiskifjara 1-104

Málsnúmer 201801198Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja, drög að tveimur leigusamningum milli Norðurþings annarvegar og Leikfélags Húsavíkur hinsvegar. Annarsvegar er um að ræða samning vegna leigu Leikfélags Húsavíkur á geymsluhúsnæði að Fiskifjöru 1, en hinsvegar vegna leigu Leikfélags Húsavíkur á samkomuhúsi að Garðarsbraut 22.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til samningsdraganna og jafnframt heimildar til þess að klára málið með þeim hætti sem þar er lýst.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fullnusta samninginn.

Fundi slitið - kl. 15:15.