Fara í efni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: Til umsagnar í samráðsgátt, frumvarp til laga um breytingar á hafnarlögum, nr. 61/2003.

Málsnúmer 202011047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 83. fundur - 17.11.2020

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003. Frumvarpið hefur að geyma ákvæði um eldisgjald og rafræna vöktun í höfnum. Þá er það jafnframt til innleiðingar á ákvæðum EES-gerðar um þjónustu í höfnum og gagnsæi í fjármálum hafna. Hlekkur á breytingartillöguna í samráðsgátt, https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2831
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir eins og segir í 6. gr. B lið í umsögn Hafnasambandsins. Að mikilvægt er að skerpa á ákvæðum hafnalaga um farþegagjald, sem hafa valdið ágreiningi og deilum í mörgum höfnum. Hafsækin ferðaþjónusta hefur vaxið hratt síðustu ár og farþegagjaldinu ætlað að standa undir skilgreindum fjárfestingu eldri og
nýrri aðstöðu vegna nýrrar þjónustugreinar.