Fara í efni

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir.

Málsnúmer 202010022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir árið 2020. Búið er að senda umsóknirnar inn og gögnin liggja hér fyrir til kynningar. Umsóknirnar eru í samræmi við ákvörðun ráðsins frá fundi 76. um að skoðaðir verði möguleikar á styrkjum til framkvæmda eða annarra verkefna.
Lagt fram. Um er að ræða tvær umsóknir sem sendar voru inn. Annarsvegar varðandi framkvæmdir á sjö áfangastöðum austan Tjörness og hinsvegar umsókn um hönnun á þremur áfangastöðum og göngustígum í kringum Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 91. fundur - 09.03.2021

Tilkynnt er um úthlutun styrks að upphæð kr. 23.100.000 úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða vegna umsókna Norðurþings til uppbyggingar áfangastaða austan Tjörness.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 104. fundur - 31.08.2021

Náðst hafa samningar um að fá frest á verkefnið út árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í sambandi við SSNE um frekari þróun verkefnisins.