Fara í efni

Ósk um leyfi til að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði

Málsnúmer 202009002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020

Qair Iceland óskar eftir heimild til að hefja undirbúning að vinnu við breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna áætlana fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að Qair Iceland hefji vinnu að tillögu breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna áætlana um uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Verkfræðistofan Efla hefur lagt fram tillögu að skipulags- og matslýsingu vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings fyrir vindorkuver á Hólaheiði á Melrakkasléttu. Alexandra Kjeld, Gréta Hlín Sveinsdóttir og Anna Rut Arnarsdóttir frá Eflu og Tryggvi Þór Herbertsson, Amandine Bugli og Elín Þorgeirsdóttir hjá Qair Energy kynntu skipulags- og matslýsinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 82. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 86. fundur - 12.01.2021

Nú er lokið kynningu á skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags vegna vindorkuvers á Hólaheiði. Umsagnir bárust frá: Veðurstofu Íslands, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skipulagsstofnun, Náttúruverndarnefnd þingeyinga, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Umhverfisstofnun, Landsneti, Isavia og lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar f.h, eigenda Brekku.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Í ljósi umfangs ábendinga verða þær ekki bókaðar inn nánar, en skipulagsráðgjafa falið að vinna úr þeim við áframhaldandi vinnslu skipulagstillögu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. janúar s.l. var fjallað um athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna mögulegrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði. Athugasemdirnar voru ekki nánar tíundaðar í fundargerðinni en skipulagsráðgjafa var falið að vinna úr þeim við áframhaldandi vinnslu skipulagstillögu. Nú hafa skipulagsráðgjafar hjá verkfræðistofunni Eflu skilað af sér minnisblaði þar sem farið er yfir athugasemdir sem bárust og tillögu að úrvinnslu þeirra. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti minnisblaðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framlagt minnisblað og fellst á að áfram verði haldið með tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið verði tillit til athugasemda og ábendinga í samræmi tillögur í minnisblaði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Skipulagsráðgjafar hafa lagt fram frumtillögu að breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi hugmyndir að breytingu aðalskipulags á almennum fundi til samræmis við ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021

Þann 14. júní s.l. var haldinn á Kópaskeri kynningarfundur um skipulags- og umhverfismatsferli vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar vindorkuvers á Hólaheiði sunnan Hófaskarðsleiðar. Í kjölfar fundarins hafa Norðurþingi borist umsagnir og athugasemdir frá eftirfarandi aðilum:

Þórný Barðadóttir, dags. 27. júní
Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök, dags. 27. júní
Ágústa Ágústsdóttir, dags 28. júní.
Dagbjartur Bogi Ingimundarson og Rafn Ingmundarson, dags. 28. júní.
Jennifer Patricia Please og Árni Björn Jónsson, dags. 27. júní
Þorsteinn Sigmarsson og Eiríkur Jóhannsson, dags. 29. júní.
María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 27. júní.
Guðmundur Örn Benediktsson, 30. júní.
Rannsóknarstöðin Rif, dags. 5. júlí.
Hrönn G. Guðmundsdóttir, dags. 5. júlí.
Ferðafélagið Norðurslóð, dags. 30. júní.
Torfi Ólafur Sverrisson, dags. 28. júní.
Guðmundur Baldursson, dags. 26. júní.
Landvernd, dags. 2. júlí.
Halldóra Gunnarsdóttir, dags. 30. júní.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar góðar umsagnir sem horft verður til við framhald verkefnisins. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þær umsagnir sem bárust á skipulagsráðgjafa til skoðunar og samantektar. Nánar verður fjallað um umsagnirnar á fundi ráðsins í ágúst.