Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

77. fundur 08. september 2020 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 4-10.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 4-10.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 4-9.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 7-10.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 10-12.

1.Umsókn um stöðuleyfi fyrir radarmæligám til kortlagningar á flugi fugla og vindsjá á Hólaheiði

Málsnúmer 202009035Vakta málsnúmer

Qair Iceland ehf. óskar eftir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir búnaði sem notaður verður til radarmálinga á flugi fugla og vindhraðamælinga á Hólaheiði í Núpasveit. Um er að ræða mæligám (3,0 x 2,7 x 2,5 m) og vindsjá sem standa mun nokkuð frá mæligámnum. Fyrir fundi liggur greinargerð um búnaðinn og hnitsett afstöðumynd sem sýnir staðsetningu. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki landeiganda. Komið yrði fyrir um 6 m hárri vindmyllu og þremur sólarsellum til að afla nauðsynlegrar raforku fyrir mælibúnaðinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir búnaðinum til ársloka 2022.

2.Ósk um leyfi til að gera tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings vegna uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Qair Iceland óskar eftir heimild til að hefja undirbúning að vinnu við breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna áætlana fyrirtækisins um uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að Qair Iceland hefji vinnu að tillögu breytingar aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna áætlana um uppbyggingu vindorkuvers á Hólaheiði.

3.Breyting á deiliskipulagi Rifóss

Málsnúmer 202009019Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson, f.h. Rifóss hf., óskar eftir umfjöllun skipulags- og framkvæmdaráðs um tillögu að breytingu deiliskipulags innan lóðar fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Breytingin felst í grófum dráttum í því að byggingarreitir A, B og F stækka og svæði undir settjarnir norðan byggingarreits B minnkar lítillega. Skilgreindir eru byggingarskilmálar hvers ofangreindra byggingarreita.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið.
Lagt fram til kynningar.

5.Söluheimild eigna: Lindarholt 8, Raufarhöfn

Málsnúmer 202008014Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði og umsjónarmaður fasteigna Norðurþings óskar eftir söluheimild vegna fyrirhugaðrar sölu fasteignar að Lindarholti 8, Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir söluheimild á eignina.

6.Gámaleiga við Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík.

Málsnúmer 202009030Vakta málsnúmer

Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík hefur um allnokkurt skeið leigt gámaeiningar fyrir skrifstofu og starfsmannaaðstöðu. Bergur Elías Ágústsson óskar að lagðir verið fram leigureikningar fyrir framangreindar einingar frá upphafi og til dagsins í dag. Jafnframt er þess óskað að tekin verið afstaða til þess hvort hagkvæmara sé að leigja áfram eða finna aðrar lausnir fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fram sviðsmyndir að varanlegri lausn þessara mála. Málið verður tekið aftur fyrir á fyrsta fundi ráðsins í október 2020.

7.Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík - verklag

Málsnúmer 202009029Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur gert þá kröfu að síupokar við sorpmóttökustöð að Víðimóum verði teknir niður og þeim fargað með viðunandi hætti. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar í desember 2019 og var niðurstaða þess fundar sem hér segir. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkið og tilboðin fyrir aðildarsveitarfélögum Sorpsamlags Þingeyinga.

Fram að þessu hefur ekkert verið gert undir leiðsögn formans nefndarinnar. Óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna og hvað verður gert á næstunni. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum liggja fyrir tilboð í niðurrif. Farið er fram á að ráðið taki afstöðu til þessara tilboða og ábendingum Umhverfisstofnunar verði fylgt eftir. Rétt er að upplýsa að Umhverfisstofnun hefur hótað dagsektum vegna málsins.
Bergur Elías Ágústsson
Erindi hefur verið sent á hlutaðeigandi sveitarfélög og verður það tekið fyrir á næstu dögum hjá þeim. Málið verður tekið aftur fyrir í næstu viku.

Bergur Elías Ágústsson óskar bókað. Það er ánægjulegt að fyrirspurn þessi komi málinu af stað.

8.Umhirða gróðurs á lóðamörkum

Málsnúmer 202009025Vakta málsnúmer

Skert útsýni vegna gróðurs og girðinga á lóðamörkum getur í sumum tilfellum valdið verulegri hættu fyrir jafnt akandi sem gangandi umferð og þá sérstaklega við gatnamót.
Unnið er að gerð leiðbeiningabæklings hjá umhverfissviði Norðurþings, um hvernig æskilegt sé að staðið verði að frágangi gróðurs og girðinga við lóðamörk.
Færa má rök fyrir því að viðkomandi leiðbeiningar veiti heimildir umfram ákvæði byggingaregglugerðar og eru þau viðmið sem þar eru sett fram því lögð fyrir ráðið.

Skipulags- og framkvæmdráð hafnar því að almenn heimild sé veitt á girðingar á lóðamörkum við götur og opin svæði Norðurþings og bendir lóðarhöfum á að fá heimild ráðsins fyrir girðingum við götur og opin svæði.

9.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir og umsagnir frá bæði lögregluyfirvöldum, ökukennara og Vegagerðinni vegna framlagðra tillagna Norðurþings varðandi umferðamerkingar innan þéttbýlis Húsavíkur. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra athugasemda sem gerðar eru af áðurnefndum aðilum í tengslum við umsagnarferlið. Einnig er óskað eftir því að skipulag- og framvkæmdaráð geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til hverrar umferðamerkingar fyrir sig.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tillit til ábendinga lögreglu, vegagerðar og ökukennara. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka þau gögn saman og leggja fyrir ráðið í formi auglýsingar að þremur vikum liðnum.

10.Skíðasvæðið við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk voru á framkvæmdaáætlun vegna ársins 2020, áætlaðir fjármunir til þeirra verkefna.
Í skipulags- og framkvæmdaráði þarf að fara fram umræða varðandi áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma með tillögur að úrbótum á svæðinu og leggja fyrir ráðið að nýju eftir þrjár vikur.

11.Ósk um kaup á nótaskýli á Raufarhöfn.

Málsnúmer 202009024Vakta málsnúmer

Tilboð hefur borist um kaup á nótaskýli á Raufarhöfn fastanr: f2167281.

Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um tilboðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að selja eignina með vísan til tilboðsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.