Fara í efni

Gámaleiga við Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík.

Málsnúmer 202009030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020

Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík hefur um allnokkurt skeið leigt gámaeiningar fyrir skrifstofu og starfsmannaaðstöðu. Bergur Elías Ágústsson óskar að lagðir verið fram leigureikningar fyrir framangreindar einingar frá upphafi og til dagsins í dag. Jafnframt er þess óskað að tekin verið afstaða til þess hvort hagkvæmara sé að leigja áfram eða finna aðrar lausnir fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fram sviðsmyndir að varanlegri lausn þessara mála. Málið verður tekið aftur fyrir á fyrsta fundi ráðsins í október 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Á 77. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi erindi tekið fyrir, "Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík hefur um allnokkurt skeið leigt gámaeiningar fyrir skrifstofu og starfsmannaaðstöðu. Bergur Elías Ágústsson óskar að lagðir verið fram leigureikningar fyrir framangreindar einingar frá upphafi og til dagsins í dag. Jafnframt er þess óskað að tekin verið afstaða til þess hvort hagkvæmara sé að leigja áfram eða finna aðrar lausnir fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar á Húsavík."
Niðurstaða þess fundar var eftirfarandi: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fram sviðsmyndir að varanlegri lausn þessara mála. Málið verður tekið aftur fyrir á fyrsta fundi ráðsins í október 2020.
Nú liggja fyrir gögn frá framkvæmdasviði varðandi málið og er óskað eftir afstöðu skipulags- og framvkæmdaráðs til þessa verkefnis og þarf að skýra eftirfarandi:
1. Ákvörðun um staðsetningu áhaldahússreksturs á Húsavík til framtíðar.
2. Ákvörðun um hvort fjarlægja skuli leigugáma og ráðast í framkvæmdir innanhúss til þess að bæta aðstöðu áhaldahúss á Húsavík.
3. Ákvörðun um kostnaðarlega framvindu uppbyggingarverkefnis í tengslum við húsnæði þjónustumiðstöðvar, verði því fleytt á milli ára.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina aðstöðu uppbyggingu sameiginlega fyrir áhaldahús Orkuveitu Húsavíkur og þjónustumiðstöðva Norðurþings á Húsavík og einnig kostnaðargreina uppbyggingu á aðstöðu innanhúss í núverandi húsnæði þjónustmiðstöðvar Norðurþings á Húsavík.