Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

80. fundur 13. október 2020 kl. 13:00 - 15:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Erindi Bakkakróks til Norðurþings vegna Bakkavegar 4

Málsnúmer 202001131Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggja drög að samkomulagi milli Norðurþings annarsvegar og Bakkakróks ehf. hinsvegar varðandi vegagerð og greiðslu gatnagerðargjalda á lóð E1 á Bakka sem Bakkakrókur ehf. hefur fengið úthlutað undir starfsemi sína þar.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögunum til sveitarstjórnar.

2.Vík hses. - Bygging íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 202010040Vakta málsnúmer

Á 341. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað : Byggðarráð felur sveitarstjóra, fyrir hönd Víkur hses., að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grunni þess tilboðs sem barst. Heildartilboðsfjárhæð í íbúðakjarna fyrir fatlaða með VSK hljóðaði upp á 178.311.750 krónur.
Byggðarráð vísar verkefninu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði.

Eitt tilboð barst í tengslum við útboðsferli vegna byggingar kjarnasambýlis sem fyrirhugað er að reisa að Stóragarði 12. Tilboð frá Trésmiðjunni Rein ehf. er til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.

3.Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík

Málsnúmer 201907071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að verksamningi við verkaðila vegna niðurrifs og förgunar síupoka við sorpstöð í Víðimóum 3. Óskað er afstöðu skipulags- og framvkæmdaráðs og samþykkis til þess að halda áfram með málið á þeim nótum sem þar er tiltekið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin.

4.Gjaldskrá vegna sorphirðu í Norðurþingi 2021

Málsnúmer 202010013Vakta málsnúmer

Mikilvægt er að umræða fari fram um hvernig mæta skuli auknum kostnaði við sorphirðu innan þéttbýlis Húsavíkur og í Reykjahverfi í tengslum við sorphirðusamning milli Norðurþings og Íslenska Gámafélagsins ehf.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi bókun. Legg til að gjaldskrá sorphirðu verði vísað til sveitarstjórnar.
Ráðið samþykkir að vísa gjaldskránni til sveitarstjórnar.

5.Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar Norðurþings

Málsnúmer 202010084Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til gjaldskrár þjónustumiðstöðvar Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gjaldskrá Þjónustumiðstöðva Norðurþings haldist óbreytt frá árinu 2018.
Bergur Elías situr hjá.

GJALDSKRÁ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVA NORÐURÞINGS 2018

MAÐUR/TÆKI

EIN.
TAXTI 2018
Verkstjóri

klst

5.782
(OH, ÞM)
Iðnaðarmaður

klst

5.782
(Starfsm. OH)
Tækjamaður

klst

4.906
(Starfsm. ÞM)
Flokksstjóri/Sumar
klst

3.131
(Starfsm. ÞM)
Sumarstarfsmaður
klst

2.240
(Starfsm. ÞM)
Bæjarvinnustarfsm.
klst

2.240
(Starfsm. Umhv.sviðs)

Cat hjólaskófla

klst

9.577
Áburðardreyfari
klst

1.258
Kubota
(léttvagn)
klst

3.032
Avant 2015

klst

5.025
Kubota 2004

klst

3.032
Sanddreifari

klst

2.802
Sanddreyfari-lítill
klst

1.263
Kerra


klst

1.258
Valti


klst

3.078
Hreinsari

klst

1.222
Dæla


klst

764
Rafstöð


klst

1.365
Hrærivél

klst

1.572
Stein-/malbikssög
klst

1.439
Garðsláttuvél

klst

1.501
Vörubifreið

klst

5.025
Snjóplógur

klst

2.526
Blásari


klst

1.521
Snjótroðari

klst

6.300
Snjótönn

klst

1.077
Dráttarvél

klst

5.025
Stiga sláttuvél

klst

2.699

Grófharpað malarefni
m3

776
Urðunarkostnaður
kg 11

6.Gámaleiga við Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík.

Málsnúmer 202009030Vakta málsnúmer

Á 77. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi erindi tekið fyrir, "Þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík hefur um allnokkurt skeið leigt gámaeiningar fyrir skrifstofu og starfsmannaaðstöðu. Bergur Elías Ágústsson óskar að lagðir verið fram leigureikningar fyrir framangreindar einingar frá upphafi og til dagsins í dag. Jafnframt er þess óskað að tekin verið afstaða til þess hvort hagkvæmara sé að leigja áfram eða finna aðrar lausnir fyrir starfsemi Þjónustumiðstöðvar á Húsavík."
Niðurstaða þess fundar var eftirfarandi: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fram sviðsmyndir að varanlegri lausn þessara mála. Málið verður tekið aftur fyrir á fyrsta fundi ráðsins í október 2020.
Nú liggja fyrir gögn frá framkvæmdasviði varðandi málið og er óskað eftir afstöðu skipulags- og framvkæmdaráðs til þessa verkefnis og þarf að skýra eftirfarandi:
1. Ákvörðun um staðsetningu áhaldahússreksturs á Húsavík til framtíðar.
2. Ákvörðun um hvort fjarlægja skuli leigugáma og ráðast í framkvæmdir innanhúss til þess að bæta aðstöðu áhaldahúss á Húsavík.
3. Ákvörðun um kostnaðarlega framvindu uppbyggingarverkefnis í tengslum við húsnæði þjónustumiðstöðvar, verði því fleytt á milli ára.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina aðstöðu uppbyggingu sameiginlega fyrir áhaldahús Orkuveitu Húsavíkur og þjónustumiðstöðva Norðurþings á Húsavík og einnig kostnaðargreina uppbyggingu á aðstöðu innanhúss í núverandi húsnæði þjónustmiðstöðvar Norðurþings á Húsavík.

7.Ásgarðsvegur yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 202010077Vakta málsnúmer

Samstarfsverkefni Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings sem snýr að yfirborðsfrágangi efri hluta Ásagarðsvegar að Fossbergi ásamt endurnýjun veitulagna og framræsingu yfirborðsvatns úr Grundargarði.
Útboðsferli vegna ofangreindra framkvæmda er að baki og liggja upphæðir innsendra tilboða fyrir, en Höfðavélar ehf. áttu lægsta tilboð í verkefnið.

Kallað er eftir ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi gatnagerðarhluta verkefnisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við lægstbjóðanda.

8.Útboð snjómoksturs í Reykjahverfi 2020-2022

Málsnúmer 202008117Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð eru tilboð sem bárust.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

9.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins og útgönguspá fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Röndin ehf. óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Röndina 5 á Kópaskeri

Málsnúmer 202010060Vakta málsnúmer

Elvar Árni Lund, f.h. lóðarhafa, óskar þess að gerður verði lóðarsamningur vegna lóðarinnar Röndin 5 á Kópaskeri á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs sem dags. er 14. desember 1994. Flatarmál lóðarinnar er 2.343 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur til handa lóðarhafa á grundvelli lóðarblaðsins.

11.Umsókn um lóð fyrir fiskeldi á Röndinni.

Málsnúmer 202009088Vakta málsnúmer

Rifós hf. óskar eftir að fá lóðinni Röndin fiskeldi úthlutað undir uppbyggingu fiskeldis til samræmis við gildandi deiliskipulag. Lóðin er 34.375 m² að flatarmáli eins og nánar kemur fram í hnitsettu lóðarblaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verið úthlutað lóðinni Röndin fiskeldi.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202009163Vakta málsnúmer

Rifós hf. óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóðinni Röndin fiskeldi L230573. Framkvæmdir við fyrsta áfanga fela í sér uppbyggingu þjónustuhúss, kerjapalls fyrir 8 útiker, þrjú fóðursíló og seyrutank. Fyrstu framkvæmdir fela í sér undirbúning lóðarinnar undir þessi mannvirki, þ.m.t. fyllingar undir mannvirki, og frágang umferðarleiða og bílastæða innan lóða. Ekki liggja fyrir hönnunargögn vegna einstakra mannvirkja en sótt verður um byggingarleyfi fyrir þeim þegar gögn þar að lútandi eru tilbúin. Fyrirhugaður framkvæmdatími er frá október 2020 með verklokum að vori 2021. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 21. september s.l. um að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa með sér veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.

13.Rifós hf. sækir um byggingarleyfi fyrir seiðahúsi

Málsnúmer 202008003Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingaráform fyrir seiðahúsi við fiskeldisstöð fyrirtækisins að Lóni í Kelduhverfi. Húsið er 748,7 m² að flatarmáli. Byggingarfulltrúi kynnti þau gögn sem lágu til grundvallar afgreiðslunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við þessa afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

14.Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð að Hrísmóum 3 fyrir stórþaravinnslu

Málsnúmer 202010073Vakta málsnúmer

Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð undir uppbyggingu stórþaravinnslu á Húsavík. Sótt er um lóðina að Hrísmóum 3, en jafnframt óskað eftir forgangi að lóðinni að Hrísmóum 5 til allt að þriggja ára með það í huga að sameina lóðirnar. Fram kemur í umsókn að aðrar lóðir á sama iðnaðarsvæði kæmu einnig til greina en áætluð þörf fyrir lóð er um 8.000 m².
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum, samanlagt um 8.000 m² á iðnaðarsvæði I5. Ráðið horfir þar annaðhvort til Hrísmóa 3 & 5 eða óbyggðra lóða við Víðimóa.

Bergur Elías óskar bókað. Tel rétt að fari fram staðarval fyrir þessa framleiðlsu eins og gert var hjá Stykkihólmi árið 2019. Sjá meðfylgjandi slóð https://www.stykkisholmur.is/library/Skrar/Skyrslur-og-serverkefni/tharaskyrsla-stykkisholmsbaer-2019-vef.pdf

15.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2021

Málsnúmer 202008134Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Gjaldskrár hafnasjóð 2021

Málsnúmer 202010019Vakta málsnúmer

Umræða um gjaldskrár hafna fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fyrstu umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn Norðurþings.

17.Dýpkun hafna í Norðurþingi

Málsnúmer 202010080Vakta málsnúmer

Til skoðunar er að ráðast í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, á Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Meta þarf þörf til dýpkunar á Raufarhöfn eftir mælingar sem fyrirhugaðar eru innan skamms. Tilkynna þarf um framkvæmdir til UST og Skipulagsstofnunar að undangengnu áliti sveitarstjórnar um matsskyldu framkvæmda. Óskað er eftir því að ráðið taki afstöðu til fyrirhugaðra dýpkunarframkvæmda og óski eftir afstöðu sveitarstjórnar til málsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að ráðist verði í viðhaldsdýpkun hafna á Húsavík, Raufarhöfn og eftir atvikum á Kópaskeri. Ráðið vísar erindi hafnastjóra varðandi umhverfisáhrif til sveitarstjórnar og óskar eftir afstöðu þeirra til málsins.

Fundi slitið - kl. 15:25.