Fara í efni

Ásgarðsvegur yfirborðsfrágangur

Málsnúmer 202010077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Samstarfsverkefni Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings sem snýr að yfirborðsfrágangi efri hluta Ásagarðsvegar að Fossbergi ásamt endurnýjun veitulagna og framræsingu yfirborðsvatns úr Grundargarði.
Útboðsferli vegna ofangreindra framkvæmda er að baki og liggja upphæðir innsendra tilboða fyrir, en Höfðavélar ehf. áttu lægsta tilboð í verkefnið.

Kallað er eftir ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi gatnagerðarhluta verkefnisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við lægstbjóðanda.