Fara í efni

Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð að Hrísmóum 3 fyrir stórþaravinnslu

Málsnúmer 202010073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð undir uppbyggingu stórþaravinnslu á Húsavík. Sótt er um lóðina að Hrísmóum 3, en jafnframt óskað eftir forgangi að lóðinni að Hrísmóum 5 til allt að þriggja ára með það í huga að sameina lóðirnar. Fram kemur í umsókn að aðrar lóðir á sama iðnaðarsvæði kæmu einnig til greina en áætluð þörf fyrir lóð er um 8.000 m².
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum, samanlagt um 8.000 m² á iðnaðarsvæði I5. Ráðið horfir þar annaðhvort til Hrísmóa 3 & 5 eða óbyggðra lóða við Víðimóa.

Bergur Elías óskar bókað. Tel rétt að fari fram staðarval fyrir þessa framleiðlsu eins og gert var hjá Stykkihólmi árið 2019. Sjá meðfylgjandi slóð https://www.stykkisholmur.is/library/Skrar/Skyrslur-og-serverkefni/tharaskyrsla-stykkisholmsbaer-2019-vef.pdf

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 80. skipulags- og framkvæmdaráðsfundi 13. október 2020 var eftirfarandi bókað:
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum, samanlagt um 8.000 m² á iðnaðarsvæði I5. Ráðið horfir þar annaðhvort til Hrísmóa 3 & 5 eða óbyggðra lóða við Víðimóa.

Bergur Elías óskar bókað. Tel rétt að fari fram staðarval fyrir þessa framleiðslu eins og gert var hjá Stykkishólmi árið 2019. Sjá meðfylgjandi slóð https://www.stykkisholmur.is/library/Skrar/Skyrslur-og-serverkefni/tharaskyrsla-stykkisholmsbaer-2019-vef.pdf
Til máls tóku: Kristján, Hjálmar, Bergur, Kolbrún Ada og Silja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Bergur óskar bókað:
Tel ákaflega mikilvægt að gott samráð verði við íbúa sveitarfélagsins í þessu máli og þeir vel upplýstir um stöðu mála hverju sinni og þeim gefin kostur á að segja sitt álit.