Fara í efni

Staða framkvæmda og fjárfestinga 2020

Málsnúmer 201908041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir verkefnalista varðandi framkvæmdir og viðhald til að leggja grunn að framkvæmdaáætlun 2020.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun 2020.
Lagt fram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvarðanir um þær framkvæmdir og fjárfestingar sem stefna beri að árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fjöldi verkefna sem ætlunin er að framkvæma í fyrirsjáanlegri framtíð. Verkefnin eru misaðkallandi og ekki hafa öll verið kostnaðarmetin að fullu, né skipulögð að því marki að hægt sé að leggja af stað í framkvæmdir að svo stöddu.
Mikilvægt er að verkefnum verði forgangsraðað sem fyrst og valin úr þau verkefni sem áhugi er fyrir að framkvæma á árinu 2020 svo ljúka megi kostnaðaráætlunum og undirbúning viðkomandi verkefna.
Lagt fram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

5. umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina uppbyggingu vegar að skíðasvæði við Reyðarárhnjúk.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Síðasta umræða skipulags- og framkvæmdaráðs í tengslum við þau verkefni sem fyrirhugað er að ráðist verði í á vegum framkvæmdasviðs Norðurþings árinu 2020.
Minnihlutinn setur fram eftirfarandi bókun;
Senn lýkur einu mesta hagvaxtarskeiði á Íslandi undanfarin ár. Sveitarfélagið hefur farið í ýmsar framkvæmdir, s.s. varðandi fráveitu og byggingu slökkvistöðvar á Húsavík. Auk þess er hafin uppbygging við útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk. Það er mikilvægt að setja fjármuni í það verkefni á næsta fjárhagsári.
Það er mikilvægt að tryggja grunnrekstur sveitarfélagsins og hlúa að þjónustu er varðar börn og ungmenni, s.s. Frístund á Húsavík og ungmennahús. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt samhljóða uppbyggingu í þágu barna og ungmenna er varðar ungmennahús. Því verður að fylgja eftir. Nú mun draga úr framkvæmdagetu sveitarfélagsins og stefnir í lántöku til að framkvæma. Því þarf að forgangsraða með tilliti til þess og verja þjónustu við börn og ungmenni.
Kristinn, Guðmundur og Silja taka undir bókun minnihlutans.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Heiðar Halldórsson situr hjá við atkvæðagreiðslu, Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Byggðarráð Norðurþings - 310. fundur - 28.11.2019

Á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkti meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkti eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020 á fundi sínum þann 26. nóvember s.l.;

Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.

Heiðar Halldórsson sat hjá við atkvæðagreiðslu, Hjálmar Bogi greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Byggðarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík í upptalningu ráðsins undir liðnum "fasteignir - kaup/nýbyggingar". Áætlað framlag til byggingarinnar rúmast þó innan heildarfjárhæðar sem áætluð er til framkvæmda á árinu 2020.

Byggðarráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020 til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkti meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.

Á 310. fundi byggðarráðs var ofangreind framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020 lögð fram til kynningar. Á þeim fundi var bókað:
"Byggðarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík í upptalningu ráðsins undir liðnum "fasteignir - kaup/nýbyggingar". Áætlað framlag til byggingarinnar rúmast þó innan heildarfjárhæðar sem áætluð er til framkvæmda á árinu 2020.

Byggðarráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020 til sveitarstjórnar."
Til máls tóku Hrund, Silja, Hjálmar Bogi, Hafrún, Kristján Þór og Ada.

Samþykkt með atkvæðum Ödu, Kristjáns Þórs, Helenu, Heiðbjartar og Silju.
Hjálmar, Hafrún og Bylgja greiða atkvæði á móti tillögunni, Hrund situr hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi bókað undir máli 202001074 - Sundlaug Raufarhafnar - Viðhald,
,,Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði klárað og mun á næsta fundi ráðsins taka framkvæmdaáætlun upp og endurskoða.''
Um er að ræða verk sem átti að ráðast í árið 2019 en náðist ekki og því mun einhver kostnaður falla til á árinu 2020. Ráðið þarf að sýna fram á hvar úr áætlaðri framkvæmdaáætlun ársins 2020 þessir fjármunir verði teknir. Einnig þarf að taka afstöðu til erindis sem tekið var fyrir í maí 2019 ,,201905026 - Ottó Gunnarsson, óskar eftir endurbygginu körfuboltavalla í Lundi og á Kópskeri''.

Skipulags- og framkvæmdráð er enn í vinnu við að kostnaðarmeta framkvæmdir og varðandi mál nr. 202001074 þá rýmist það enn innan fjárhagsramma framkvæmdaáætlunar.

Varðandi mál nr. 201905026 þá er því hafnað að svo stöddu.


Hjálmar Bogi óskar bókað: Framkvæmdaáætlun og verklag við hana er á ábyrgð meirihluta ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 60. fundur - 03.03.2020

Fyrir ráðinu liggur uppfærð framkvæmdaáætlun skv. ákvörðunum sem teknar voru á fundum 56.-58. hjá ráðinu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 66. fundur - 05.05.2020

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið. Framkvæmdasvið biður um afstöðu til nokkurra verkefna sem eru á teikniborðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að haldið verði áfram með yfirborðsfrágang vegtengingar að Höfðavegi 6 eins og samþykkt var á 38. fundi ráðsins árið 2019 en komst ekki til framkvæmda á síðasta ári. Kostnaður við verkið er áætlaður um 4 mkr.
Ráðið samþykkir að setja verkið á framkvæmdaáætlun 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins og útgönguspá fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.