Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

42. fundur 03. september 2019 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 3.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1-4.

1.Erindi frá umsjónamanni Hvamms vegna lagfæringa á gangstétt og götu við Litla-Hvamm

Málsnúmer 201908114Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá umsjónarmanni Hvamms vegna fyrirhugaðra lagfæringa gatna innan skipulagðrar lóðar Hvamms.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina verkið og taka málið aftur fyrir eftir þrjár vikur.

2.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.

Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð eru fundargerðir verkfunda vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Lagt fram.

3.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2019

Málsnúmer 201905017Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónstufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga framkvæmdasviðs á yfirstandandi rekstrarári.
Lagt fram.

4.Skipulagsmál Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 201908060Vakta málsnúmer

Umræður um skipulagsmál hafnarsvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að taka upp deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæðinu og vísar því til fjárhagsáætlunar 2020.

5.Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs 2019

Málsnúmer 201810048Vakta málsnúmer

Yfirlit framkvæmda á árinu 2019 og breyting á framkvæmdaáætlun 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar yfirfærslu fjármuna í framkvæmdaáætlun hafnar til að festa kaup á bifreið.

Á fjárhagsáætlun 2019 var gert ráð fyrir 6.000.000 kr. í að klára grjótvörn á Suðurfyllingu. Ekki er þó hægt að ráðast í þá framkvæmd fyrr en lokið hefur verið við að loka fyllingunni að sunnanverðu. Er það orðið nokkuð ljóst að sú framkvæmd mun ekki ná fram að ganga á þessu ári og því mun hafnasjóður ekki ráðast í umrætt verk og er því möguleiki á að nýta þessa fjármuni í bílakaup í staðinn.

6.Ökutæki 2019-2020

Málsnúmer 201909007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur endurnýjun bifreiða í þjónustumiðstöð á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að endurnýja bifreiðar í þjónustumiðstöð á Húsavík árið 2020.

7.Sérmerkt bílastæði á hafnarstétt.

Málsnúmer 201908067Vakta málsnúmer

Skipulag og notkun bílastæða á hafnarstétt á Húsavík.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð áréttar að hafnarstjóri hefur ákvörðunarrétt á svæðum til tímabundinna ráðstöfunar innan gildandi skipulags.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður leggst gegn því að rekstrar- og þjónustuaðilar sem eiga og hafa bílastæði á sinni lóð fái sérmerkt bílastæði.

8.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmdaáætlun 2020.
Lagt fram.

9.Erindi vegna fjárstuðnings við endurbætur á Leirhafnarrétt.

Málsnúmer 201908083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um fjárstuðning vegna endurbóta á Leirhafnarrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk allt að 325 þús kr. árið 2019 og 260 þús kr. árið 2020 sem er helmingur af efniskostnaði samkv. fyrirliggjandi gögnum. Tekið er fram að réttin er aðalrétt samkv. Fjallaskilasamþykkt á svæðinu austan Vaðlaheiðar.

10.Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings

Málsnúmer 201709113Vakta málsnúmer

Á 94. fundi sveitarstjórnar 27. ágúst 2019, var eftirfarandi tekið fyrir:
Hraðatakmarkanir á Húsavík og annarra þéttbýlisstaða innan Norðurþings.
Til máls tóku; Kristján Þór, Hjálmar Bogi, Silja og Helena Eydís.

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn að vísa málinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum allra nema Silju sem greiddi atkvæði á móti.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 16:30.