Fara í efni

Ökutæki 2019-2020

Málsnúmer 201909007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019

Fyrir liggur endurnýjun bifreiða í þjónustumiðstöð á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að endurnýja bifreiðar í þjónustumiðstöð á Húsavík árið 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Fyrir fundi liggur kynning á framvindu fjárfestingar framkvæmdasviðs á nýju ökutæki.
Vinnutækið er Iveco Daily 70S18HA8 WX 4X4 og verður útbúin 3way sturtupalli og Palfinger PK4200A krana.
Mun nýr bíll leysa af hólmi eldri og óhagkvæma Man vörubifreið, eldri Iveco Daily bifreið auk Ford transit pallbíl sem þegar hefur verið færður yfir til hafnarinnar.
Uppsetning bílsins miðast við að geta sinnt öllum daglegum verkefnum Þjónustumiðstöðvar allt árið um kring, bæta vinnuaðstöðu og sjálfbærni starfsfólks í verkefnum þar sem færa þarf þunga hluti/tæki eða við smávægilega efnisflutninga. Ásamt því er bíllinn þannig útbúinn að hann geti unnið við erfiðar aðstæður þar sem aðgengi er ekki gott.
Lagt er upp með að tækið verði selt út á daggjaldi samkvæmt gjaldskrá Þjónustumiðstöðvar Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020

Fyrirhuguð er sala á MAN vörubifreið, Iveco Daily pallbifreið og Suzuki Jimmy bifreið þjónustumiðstöðvar, en þessi tæki hafa í dag takmarkað notagildi í þjónustumiðstöð.
Óskað er heimildar til þess að nýta söluandvirði áður nefndra tæka til þess að fjármagna kaup á Palfinger krana sem mun verða settur á nýjan Iveco Daily pallbíl sem verður afhentur Norðurþingi í sumar.
Óskað er eftir heimild til að fjárfesta í krana að upphæð 2,5 m.kr. þar sem áætlað er að sala á þremur bílum muni skila svipaðri upphæð inn í reksturinn. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kaupin.