Fara í efni

Erindi frá umsjónamanni Hvamms vegna lagfæringa á gangstétt og götu við Litla-Hvamm

Málsnúmer 201908114

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019

Fyrir liggur erindi frá umsjónarmanni Hvamms vegna fyrirhugaðra lagfæringa gatna innan skipulagðrar lóðar Hvamms.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina verkið og taka málið aftur fyrir eftir þrjár vikur.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 71. fundur - 23.06.2020

Fyrir liggur reikningur frá Garðvík ehf. með áföllnum kostnaði vegna endurnýjunar gangstéttar fyrir framan Litla Hvamm.
Reikningurinn var sendur á Dvalarheimili Aldraðra á Húsavík í byrjun mars 2019, en framsendur á Norðurþing í júní 2020 þar sem ljóst var að umrædd gangstétt er hvorki innan lóðar Hvamms né Litla Hvamms.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að greiða kostnaðinn.