Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

66. fundur 05. maí 2020 kl. 13:00 - 15:36 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Bjarni Páll Vilhjálmsson sat fundinn undir fundarlið nr. 1. Silja Jóhannesdóttir vék af fundi undir sama fundarlið.

1.Umsókn um breytingar á lóð við Hafnarstétt 7

Málsnúmer 202005002Vakta málsnúmer

Lóðarhafar Hafnarstéttar 7 óska sameiginlega eftir:
1. Nýjum lóðarleigusamning á grunni samkomulags við lóðarhafa að Garðarsbraut 6. Þar er horft til þess að lóð Hafnarstéttar 7 stækki inn á núverandi lóð Garðarsbrautar 6 sem nemur um 22 m².
2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarstétt 7 verði hækkað í 1,5.
3. Hámarksbyggingarmagn lóðar verði aukið í 1.015 m².
Lóðarhafar lýsa sig reiðubúna til viðræðna um að útbúa svalir utan á húsið til að bæta aðgengi allra að öðrum húsum við Hafnarstétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að lítilsháttar hliðrun á mörkum lóðanna að Hafnarstétt 7 og Garðarsbraut 6 og fyrirhuguð bygging þar muni lítil sem engin áhrif hafa á aðra hagsmunaðila. Ráðið felur því skipulags- og byggingarfulltrúa að láta útbúa lóðarblöð fyrir báðar lóðirnar til samræmis við deiliskipulag og með þeim frávikum sem lóðarhafar hafa samið um. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki ný og þrengri lóðarmörk fyrir Garðarsbraut 6 og þar með stækkun lóðar Hafnarstéttar 7.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmynd að hækkun nýtingarhlutfalls Hafnarstéttar 7. Ákvörðun þar að lútandi þarf hinsvegar að taka við endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis sem fyrirhuguð er.

2.Ósk um leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu utandyra á Kópaskeri.

Málsnúmer 202004087Vakta málsnúmer

Lovísa Óladóttir óskar eftir heimild til að setja upp ljósmyndasýningu á sjávarbakkanum milli Útskála og Kópaskersvita. Hugmyndin er að setja upp á sjávarbakkanum 20-40 ljósmyndir, hver um sig um 80 cm x 60 cm að fleti. Byggðar yrðu undirstöður undir myndirnar úr heimafengnu efni, t.d. rekavið og grjóti. Meðfylgjandi umsókn eru hugmyndir að uppsetningu myndanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu og tímasetningu varðandi verkefnið. Ráðið óskar einnig umsagnar hverfisráðs Öxarfjarðar vegna erindisins.

3.Norðlenska óskar heimildar til dreifingar á gori og blóði til uppgræðslu

Málsnúmer 202002064Vakta málsnúmer

Norðlenska óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að dreifa gori og blóði sem til fellur í sláturtíð Norðlenska til uppgræðslu á gróðurrýru landi í nágrenni Húsavíkur. Á undanförnum árum hefur gori og blóði frá Norðlenska verið dreift á Hólasandi í samstarfi við Landgræðsluna. Nú sér fyrir endann á því verkefni. Í sláturtíð falla til um 500 tonn af blóði og gori sem reiknað er með að verði dreift á um 15 ha af landi. Landið þarf að vera afgirt og beit ekki heimiluð á landinu í 20 ár eftir síðustu dreifingu. Því hefur verið velt upp hvort mögulegt sé að dreifa þessum úrgangi innan fyrirhugaðs skógræktarlands á Ærvíkurhöfða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti viðhorf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem ekki leggst gegn hugmyndinni. HNE minnir hinsvegar á að förgunin sé háð samþykki MAST. Ennfremur hefur verið rætt við hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð er sammála um að taka svæðið á Ærvíkurhöfða til skoðunar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda MAST erindi þess efnis.

4.Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Tillaga aðgerðahópsins um meðhöndlun krafna felur í sér almenna aðgerð sem snýr að því að fella niður innheimtukostnað á kröfum sem gefnar eru út á tímabilinu 1. mars til 30. júní 2020 og að sveitarfélagið muni ekki hafa frumkvæði að aðfarargerðum vegna þeirra krafna út árið 2020.
Auk þess verður fyrirtækjum og einstaklingum gert kleift að sækja um frest á greiðslum eftirtalinna gjalda fyrir mánuðina mars til júní 2020 til mars til júní 2021;

- Skipagjöld skipa undir 1000 brt.
- Flotbryggjugjöld

Tillögunum er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar og umsagnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að greina fjárhagsleg áhrif á rekstur hafnasjóðs m.t.t. breytinga á tekjuflæði miðað við tillögur aðgerðahóps.

5.Erindi vegna fasteignagjalda og þjónustu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202004068Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá Sigurjóni Benediktssyni fyrir hönd Gestahús cottages.is varðandi innheimtu fasteignagjalda, fráveitugjalda og snjómokstur. Erindið er einnig tekið fyrir hjá byggðaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu varðandi þau mál sem snúa að framkvæmdasviði.

6.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2020

Málsnúmer 202005001Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir árið 2020 og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
Gjaldskrá mun ekki hækka á milli ára, en felldur verður út liður varðandi sérstakt gjald ellilífeyris- og örorkuþega.

Gisting 18 ára og eldri: 1750.- kr. á mann/ fyrstu nóttina
Rafmagn: 750.- kr.
Þvottur: 550.- kr

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur einnig til að gjald fyrir gistinótt nr. tvö verði á 50% afslætti og frítt eftir það að undanskyldu gjaldi vegna rafmagns og fyrir þvottaaðstöðu sem verður óbreytt.

7.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur uppfærð framkvæmdaáætlun ársins 2020 með samþykktum breytingum undanfarinna funda ráðsins. Ræða þarf það sem komið er og framhaldið. Framkvæmdasvið biður um afstöðu til nokkurra verkefna sem eru á teikniborðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að haldið verði áfram með yfirborðsfrágang vegtengingar að Höfðavegi 6 eins og samþykkt var á 38. fundi ráðsins árið 2019 en komst ekki til framkvæmda á síðasta ári. Kostnaður við verkið er áætlaður um 4 mkr.
Ráðið samþykkir að setja verkið á framkvæmdaáætlun 2020.

8.Útboð vegna sorphirðu 2020

Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggja drög að samningi við Íslenska Gámafélagið. Einnig liggja fyrir upplýsingar varðandi þá hækkun á milli útboða 2015 og 2020 sem fyrir liggur. Ráðið þarf að taka afstöðu til samnings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og að gengið verði frá samningi um sorphirðu við Íslenska Gámafélagið til samræmis við fyrirliggjandi tilboð og tillögur um breytingar þar á, með atkvæðum Silju Jóhannesdóttur, Kristins Jóhanns Lund, Guðmundar H. Halldórssonar og Heiðars Hrafns Halldórssonar.

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar bókað:
Undirritaður er mótfallinn samningnum í meira lagi og greiðir atkvæði á móti málinu.
HBH

Fundi slitið - kl. 15:36.