Fara í efni

Ósk um leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu utandyra á Kópaskeri.

Málsnúmer 202004087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 66. fundur - 05.05.2020

Lovísa Óladóttir óskar eftir heimild til að setja upp ljósmyndasýningu á sjávarbakkanum milli Útskála og Kópaskersvita. Hugmyndin er að setja upp á sjávarbakkanum 20-40 ljósmyndir, hver um sig um 80 cm x 60 cm að fleti. Byggðar yrðu undirstöður undir myndirnar úr heimafengnu efni, t.d. rekavið og grjóti. Meðfylgjandi umsókn eru hugmyndir að uppsetningu myndanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu og tímasetningu varðandi verkefnið. Ráðið óskar einnig umsagnar hverfisráðs Öxarfjarðar vegna erindisins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Skipulags- og framkvæmdaráð óskaði á 66. fundi sínum eftir umsögn hverfisráðs Öxarfjarðar um málið. Umsögn frá hverfisráði Öxarfjarðar er eftirfarandi:

Hverfisráð Öxarfjarðar leggst ekki gegn uppsetningu á fyrirhugaðri ljósmyndasýningu á sjávarbakkanum milli Útskála og Kópaskersvita, svo fremi að gengið verði frá skiltum með öruggum hætti m.t.t. foks og ekki verði af varanlegt jarðrask.
Hverfisráð bendir á að sveitarfélagið Norðurþing hefur ekki umráð yfir landinu utan bæjargirðingar (frá hliði og út að vita).
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sýningin sé sett upp innan lands Norðurþings svo fremi að gengið verði frá skiltum með öruggum hætti m.t.t. foks og ekki verði af varanlegt jarðrask.