Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

310. fundur 28. nóvember 2019 kl. 08:30 - 11:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Opnunartímar stjórnsýsluhúsa Norðurþings um jól og áramót 2019

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings um jól og áramót er eftirfarandi;

Þriðjudaginn 24. desember og þriðjudaginn 31. desember er lokað á öllum afgreiðslustöðum sveitarfélagsins.

Föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember verða afgreiðslustaðir sveitarfélagsins lokaðir.

Bent er á að hægt er að hringja í síma 464 6100 eða senda póst á netfang sveitarfélagsins nordurthing@nordurthing.is.
Byggðarráð samþykkir afgreiðslutíma um jól og áramót 2019 og felur staðgengli sveitarstjóra að auglýsa fyrirkomulagið.

2.Flugeldasala á Húsavík 2019

Málsnúmer 201911095Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar flugeldasölu fyrir áramótin. Eins og undangengin ár verður sala flugelda í Nausti, húsi Björgunarsveitarinnar Garðars.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn og felur staðgengli sveitarstjóra að svara erindinu.

3.Tilnefningar í stjórn nýs félags á grunni Eyþings, AÞ og AFE

Málsnúmer 201911089Vakta málsnúmer

Óskað hefur verið eftir tilnefningu fulltrúa Norðurþings í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings og Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur til vara.

4.Hjálmar Bogi leggur til að tryggingar sveitarfélagins verði endurskoðaðar og í framhaldinu boðnar út.

Málsnúmer 201910154Vakta málsnúmer

Á 309. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi.

Á fundinum var bókað;

Kristján Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Þorvaldi og Ingva Hrafni fyrir komuna.
Byggðarráð frestar afgreiðslu tillögu Hjálmars Boga til næsta fundar.

Á fundinum er lögð fram samantekt um málið frá Hallgrími Jónssyni lögfræðingi hjá Pacta lögmönnum.
Að fengnu áliti lögfræðings telur byggðarráð ekki mögulegt að segja upp núgildandi samningi við VÍS um tryggingar sveitarfélagsins. Breytingar á þjónustustigi og umfangi starfsstöðvar VÍS á Húsavík falla ekki undir skilmála samningsins sem í gildi er, um skilyrði fyrir uppsögn samningsins.

5.Fundargerðir fulltrúaráðs AÞ ses. 2019

Málsnúmer 201911100Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð fulltrúaráðs Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. frá 19. nóvember s.l. ásamt yfirlýsingu Framsýnar stéttarfélags frá 18. nóvember s.l. vegna fyrirhugaðra breytinga á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Lagt fram til kynningar.

6.Skúlagarður fasteignafélag ehf. - fundargerðir 2019

Málsnúmer 201911074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Skúlagarðs fasteignafélags frá 15. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 11. fundar hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. október s.l.
Byggðarráð vísar liðum númer 3, 4, 6 og 9 til skipulags- og framkvæmdaráðs og liðum 5 og 7 til fjölskylduráðs.

Byggðarráð felur staðgengli sveitarstjóra að eiga samtal við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra varðandi uppsetningu eftirlitsmyndavéla í byggðakjarnanum.

Byggðarráð þakkar ábendingu í lið 8 um viðveru starfsmanna og kjörinna fulltrúa á Raufarhöfn og stefnir að því að halda reglubundinn fund sinn þar í upphafi nýs árs.

8.Vinnustofa vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu

Málsnúmer 201911103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Helgu Maríu Pétursdóttur framkvæmdastjóra Eyþings þar sem vakin er athygli á vinnustofu vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu sem haldin verður í Menningarhúsinu Hofi 5. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.

9.Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 201911106Vakta málsnúmer

Staðgengill sveitarstjóra, í fjarveru sveitarstjóra, óskar eftir heimild byggðarráðs og í framhaldinu heimild sveitarstjórnar til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir allt að 100 milljónum til að mæta kostnaði við framkvæmdir á árinu 2019, til að mynda byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Norðurþingi. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir að teknar verði allt að 250 milljónir að láni til að mæta kostnaði við framkvæmdir ársins, en engin lán hafa verið tekin á árinu og ekki er gert ráð fyrir frekari lántökum á árinu.
Byggðarráð samþykkir að vísa heimild til lántöku til sveitarstjórnar enda um að ræða ráðstöfun sem rúmast innan núgildandi fjárhagsáætlunar.

10.Gjaldskrá hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 201910069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrá slökkviliðs Norðurþings 2020

Málsnúmer 201911113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Byggðarráð staðfestir gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2020 og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

12.Álagning gjalda 2020

Málsnúmer 201910130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja til eftirfarandi breytingu á álagningu gjalda;

Undirrituð leggja til að álagningaprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki í 0,475% í stað 0,500% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Greinargerð:
Í ljósi þess að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 72% á tveimur árum eins og fram kom á fundi sveitarstjórnar í desember 2018 þarf sveitarfélagið að bregðast við með lækkun á álagningaprósentunni. En þessi hækkun hefur haft í för með sér aukin útgjöld fyrir íbúa sveitarfélagsins.


Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason


Hjálmar Bogi og Helena greiða atkvæði með tillögunni, Silja situr hjá.

Helena óskar bókað;
Undirrituð samþykkir tillöguna með fyrirvara um að útfæra þarf hvaða liði fjárhagsáætlunar þarf að lækka til að mæta þeim tekjum sem sveitarélagið verður af með lækkun á fasteignaskattsprósentunni.

Ákvörðun um álagningu gjalda er vísað til sveitarstjórnar.

13.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkti meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020;
Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkti eftirfarandi skiptingu á framkvæmdafé ársins 2020 á fundi sínum þann 26. nóvember s.l.;

Bíla- og tækjakaup
15 mkr.
Malbikun og gatnagerð
75 mkr.
Göngustígar og gangstéttir
20 mkr.
Fasteignir- Kaup/Nýbyggingar
0
Fasteignir - Viðhald
60 mkr.
Annað
52 mkr.

Heiðar Halldórsson sat hjá við atkvæðagreiðslu, Hjálmar Bogi greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Byggðarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík í upptalningu ráðsins undir liðnum "fasteignir - kaup/nýbyggingar". Áætlað framlag til byggingarinnar rúmast þó innan heildarfjárhæðar sem áætluð er til framkvæmda á árinu 2020.

Byggðarráð vísar framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2020 til sveitarstjórnar.

14.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 11:20.