Fara í efni

Álagning gjalda 2020

Málsnúmer 201910130

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 306. fundur - 24.10.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 310. fundur - 28.11.2019

Fyrir byggðarráði liggja forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja til eftirfarandi breytingu á álagningu gjalda;

Undirrituð leggja til að álagningaprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki í 0,475% í stað 0,500% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Greinargerð:
Í ljósi þess að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 72% á tveimur árum eins og fram kom á fundi sveitarstjórnar í desember 2018 þarf sveitarfélagið að bregðast við með lækkun á álagningaprósentunni. En þessi hækkun hefur haft í för með sér aukin útgjöld fyrir íbúa sveitarfélagsins.


Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason


Hjálmar Bogi og Helena greiða atkvæði með tillögunni, Silja situr hjá.

Helena óskar bókað;
Undirrituð samþykkir tillöguna með fyrirvara um að útfæra þarf hvaða liði fjárhagsáætlunar þarf að lækka til að mæta þeim tekjum sem sveitarélagið verður af með lækkun á fasteignaskattsprósentunni.

Ákvörðun um álagningu gjalda er vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Á 310. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Hafrún og Hjálmar Bogi leggja til eftirfarandi breytingu á álagningu gjalda;

Undirrituð leggja til að álagningaprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækki í 0,475% í stað 0,500% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Greinargerð:
Í ljósi þess að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 72% á tveimur árum eins og fram kom á fundi sveitarstjórnar í desember 2018 þarf sveitarfélagið að bregðast við með lækkun á álagningaprósentunni. En þessi hækkun hefur haft í för með sér aukin útgjöld fyrir íbúa sveitarfélagsins.


Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason


Hjálmar Bogi og Helena greiða atkvæði með tillögunni, Silja situr hjá.

Helena óskar bókað;
Undirrituð samþykkir tillöguna með fyrirvara um að útfæra þarf hvaða liði fjárhagsáætlunar þarf að lækka til að mæta þeim tekjum sem sveitarélagið verður af með lækkun á fasteignaskattsprósentunni.

Ákvörðun um álagningu gjalda er vísað til sveitarstjórnar.
Til máls tóku Helena Eydís, Hjálmar Bogi, Kristján Þór, Hafrún,Kolbrún Ada og Silja.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu; Ekki hefur komið fram tillaga að hálfu minnihlutans um með hvaða hætti lækkun á fasteignaskattstekjum sveitarfélagsins og tekjum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skuli mætt í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2020 og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023. Undirrituð leggur því til að horfið verði til baka til fyrri tillögu sem felur í sér að fasteignaskattsprósenta verði lækkuð úr 0,525% í 0,5%, en það er sú tillaga sem legið hefur til grundvallar fjárhagsáætlunar ársins 2020 og þriggja ára áætlana frá því í haust.

Tillaga Helenu borin undir atkvæði.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Kristjáns, Silju, Helenu, Heiðbjartar og Ödu.
Hjálmar, Hafrún, Hrund og Bylgja greiða atkvæði á móti tillögunni.

Aðrar álögur, tillaga;
Forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023











2018
2019
2020
2021
2022
2023

Útsvar
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
14,52%
Fasteignaskattur:








A flokkur
0,575%
0,525%
0,500%
0,500%
0,500%
0,500%

B flokkur
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%
1,32%

C flokkur
1,65%
1,65%
1,60%
1,60%
1,60%
1,60%

Lóðaleiga 1
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%
1,50%

Lóðaleiga 2
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
2,50%
Vatnsgjald:








A flokkur
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%

B flokkur
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%

C flokkur
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
0,450%
Holræsagjald:








A flokkur
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%
0,100%

B flokkur
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%

C flokkur
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
0,275%
Sorphirðugjald







Þjónustugjald A
Heimili
46.117 46.117
47.270
47.270
47.270
47.270
Þjónustugjald B
Sumarhús
23.019
23.019
23.594
23.594
23.594
23.594

Tillagan borin undir atkvæði.
Tillagan samþykkt með atkvæðum Kristjáns, Ödu, Heiðbjartar, Helenu og Silju.
Hjálmar Bogi, Hafrún, Hrund og Bylgja sátu hjá.