Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

306. fundur 24. október 2019 kl. 08:15 - 10:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Samstarfsamningur Norðurhjara og Norðurþings 2019

Málsnúmer 201901019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi Norðurhjara og Norðurþings fyrir árið 2019.
Byggðarráð staðfestir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

2.Umsókn um styrk, Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði.

Málsnúmer 201910110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk Félags eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði um áframhaldandi styrk sveitarfélagsins við starfssemi félagsins.
Byggðarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði 150.000 króna styrk til starfsemi félagsins og óskar eftir að fjölskylduráð geri samning, til lengri tíma, við félagið.

3.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910124Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni Stígamóta um styrk til reksturs samtakanna á rekstrarárinu 2020.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót um 100.000 krónur á starfsárinu 2020.

4.Atvinnuveganefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

Málsnúmer 201910132Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

5.Leikskólar - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá leikskóla Norðurþings fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Skólamötuneyti - Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201910059Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá fyrir skólamötuneyti Norðurþings árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Tónlistarskóli Húsavíkur - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþróttamannvirki Norðurþings - Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201910062Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá Íþróttamannvirkja Norðurþings fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Gjaldskrá sorphirðu 2020

Málsnúmer 201910030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Gjaldskrá hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 201910069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Rekstur Norðurþings 2019

Málsnúmer 201904112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka og sjóða fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019.
Lagt fram til kynningar.

12.Álagning gjalda 2020

Málsnúmer 201910130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.

14.Málefni Völsungs og væntingar til nýs samnings við Norðurþing

Málsnúmer 201910131Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir að forsvarsmenn íþróttafélagsins Völsungs mæti á fund byggðarráðs og fari yfir starfsemi félagsins og væntingar þess til nýs samnings við sveitarfélagið Norðurþing.
Á fund byggðarráðs komu Bergþóra Höskuldsdóttir formaður Völsungs og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs.
Byggðarráð þakkar Bergþóru og Jónasi fyrir komuna.

Fundi slitið - kl. 10:15.