Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fiskeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202009163

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Rifós hf. óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóðinni Röndin fiskeldi L230573. Framkvæmdir við fyrsta áfanga fela í sér uppbyggingu þjónustuhúss, kerjapalls fyrir 8 útiker, þrjú fóðursíló og seyrutank. Fyrstu framkvæmdir fela í sér undirbúning lóðarinnar undir þessi mannvirki, þ.m.t. fyllingar undir mannvirki, og frágang umferðarleiða og bílastæða innan lóða. Ekki liggja fyrir hönnunargögn vegna einstakra mannvirkja en sótt verður um byggingarleyfi fyrir þeim þegar gögn þar að lútandi eru tilbúin. Fyrirhugaður framkvæmdatími er frá október 2020 með verklokum að vori 2021. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 21. september s.l. um að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa með sér veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 107. fundur - 20.10.2020

Á 80. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 13. október 2020 var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.
Til máls tók: Kristján.

Kristján leggur fram eftirfarandi bókun:
Á fundi sínum þann 13. október s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um ósk Rifóss hf um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri til samræmis gildandi deiliskipulag. Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi:

Rifós hf. óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóðinni Röndin fiskeldi L230573. Framkvæmdir við fyrsta áfanga fela í sér uppbyggingu þjónustuhúss, kerjapalls fyrir 8 útiker, þrjú fóðursíló og seyrutank. Fyrstu framkvæmdir fela í sér undirbúning lóðarinnar undir þessi mannvirki, þ.m.t. fyllingar undir mannvirki, og frágang umferðarleiða og bílastæða innan lóða. Ekki liggja fyrir hönnunargögn vegna einstakra mannvirkja en sótt verður um byggingarleyfi fyrir þeim þegar gögn þar að lútandi eru tilbúin. Fyrirhugaður framkvæmdatími er frá október 2020 með verklokum að vori 2021. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 21. september s.l. um að fyrirhuguð framkvæmd væri ekki líkleg til að hafa með sér veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi hf. verði veitt leyfi til framkvæmda á lóðinni á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Í ljósi þess að ekki liggja fyrir fullunnin hönnunargögn fyrir alla þætti fyrirhugaðrar framkvæmdar er leyfi hvers verkþáttar skilyrt af skilum fullnægjandi hönnunargagna fyrir þann þátt. Fyrirhugaður framkvæmdatími fellur vel að sjónarmiðum sem fram koma í úrskurði Skipulagsstofnunar um að framkvæmdir séu utan varptíma fugla innan lóðarinnar.

Sveitarstjóri kynnti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að svarbréfi vegna framkvæmdaleyfis til samræmis við tillögu skipulags-og framkvæmdaráðs. Í bréfinu koma fram ítarlegri upplýsingar um umfang framkvæmdaleyfisins og tillögur að skilyrðum þess.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs um að veita Rifósi framkvæmdaleyfi til uppbyggingar fiskeldis á Röndinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að ganga frá framkvæmdaleyfinu á grunni fyrirliggjandi tillögu.