Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi fyrir radarmæligám til kortlagningar á flugi fugla og vindsjá á Hólaheiði

Málsnúmer 202009035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020

Qair Iceland ehf. óskar eftir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir búnaði sem notaður verður til radarmálinga á flugi fugla og vindhraðamælinga á Hólaheiði í Núpasveit. Um er að ræða mæligám (3,0 x 2,7 x 2,5 m) og vindsjá sem standa mun nokkuð frá mæligámnum. Fyrir fundi liggur greinargerð um búnaðinn og hnitsett afstöðumynd sem sýnir staðsetningu. Einnig liggur fyrir skriflegt samþykki landeiganda. Komið yrði fyrir um 6 m hárri vindmyllu og þremur sólarsellum til að afla nauðsynlegrar raforku fyrir mælibúnaðinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir búnaðinum til ársloka 2022.