Fara í efni

Umsókn um lóð að Auðbrekku 2 fyrir hjúkrunarheimili

Málsnúmer 202107009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 101. fundur - 06.07.2021

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélaganna, óskar eftir úthlutun lóðarinnar að Auðbrekku 2 eins og hún er skilgreind í nýsamþykktu deiliskipulagi til uppbyggingar 60 rýma hjúkrunarheimilis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að lóðinni verði úthlutað til samræmis við erindið.

Undirritaður vill benda á að það séu fleiri sveitarfélög heldur en Norðurþing sem koma að framkvæmdinni.
Bergur Elías Ágústsson.

Byggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021

Á 101. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að lóðinni verði úthlutað til samræmis við erindið.

Undirritaður vill benda á að það séu fleiri sveitarfélög heldur en Norðurþing sem koma að framkvæmdinni.
Bergur Elías Ágústsson.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.