Fjölskylduráð

99. fundur 27. september 2021 kl. 13:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 4.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður Frístundar sat fundinn undir liðum 2-3.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 2-3.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

202105167

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022, rammar til úthlutunar.
Lagt fram til kynningar.

2.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

202109098

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar eftirfarandi tillögu sem samþykkt var á fundi sveitarsjórnar þann 21. september 2021:
Í ljósi brýns og aðkallandi húsnæðisvanda Frístundar fyrir 1. - 4. bekk á Húsavík leggja ofanritaðir aðilar fram eftirfarandi tillögu.
Faglegt mat sérfræðinga innan sveitarfélagsins verði lagt á hentugleika færanlegra eininga undir starfsemi Frístundar allt árið. Um væri að ræða einingalausnir sem komið yrði saman innan lóðar Borgarhólsskóla svo fljótt sem verða má. Þetta verði gert með þeim hætti að samhliða umfjöllun fjölskylduráðs sem leggja skal faglegt mat á hvort í boði séu einingalausnir sem standist kröfur um starfsemi Frístundar allra barna í 1. til 4. bekk, leggi skipulags- og framkvæmdráð mat á hvernig staðið yrði að fjárfestingarferlinu, hver kostnaður við lausn málsins yrði og hvernig möguleg uppsetning ofangreindra eininga megi finna farveg innan skipulags-heimilda. Náist sameiginleg sýn nefndanna um hentuga lausn verði heildarlausn lögð fyrir byggðarráð um afstöðu til væntanlegrar lántöku vegna þessa verkefnis.
Fjölskylduráð hefur skipað starfshóp sem skal leggja faglegt mat á hvort einingalausnir séu hentug lausn og standist kröfur um starfsemi Frístundar allra barna í 1.-4. bekk.

Hópinn skipa: Ásta Hermannsdóttir starfandi íþrótta- og tómstundafulltrúi, Hróðný Lund félagsmálastjóri, Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður Frístundar.

Málið verður tekið aftur til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

3.Ósk um lokun Frístundar 27. - 30. desember 2021

202109100

Fjölskylduráð samþykkir ósk um lokun Frístundar dagana 27. - 30. desember 2021. Ekki hefur tekist að manna nógu vel í ár. Húsnæði Frístundar er sprungið vegna gríðarlegrar aukningar barna. Þessi vandi hefur að hluta til verið leystur með starfsfólki Borgarhólsskóla sem ekki er í vinnu á þessum tíma. Ráðið felur fræðslufulltrúa að upplýsa hlutaðeigandi aðila um ákvörðunina.

4.Frístundastyrkur 2021

202109116

RX ehf. sækir um aðild að Nora kerfi Norðurþings vegna Crossfit kids námskeiða.
Fjölskylduráð samþykkir umsóknina.

5.Skýrsla leikvalla 2021

202109127

Til kynningar eru skýrslur vegna skoðana BSI á leikvöllum í Norðurþingi, framkvæmdar sumarið 2021.
Lagt fram til kynningar.

6.Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - umsókn í lista- og menningarsjóð

202109102

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sækir um 100.000.,- í styrk til uppsetningar á leikriti/söngleik.
Fjölskylduráð hafnar erindinu.

Fundi slitið - kl. 15:45.