Fara í efni

Fjölskylduráð

130. fundur 11. október 2022 kl. 08:30 - 10:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.

Arnar Ævarsson framkvæmdastjóri Heimili og skóli sat fundinn undir lið 2.
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Grænuvöllum sat fundinn undir lið 2.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir lið 2.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 2.

1.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Á 408. fundi byggðarráðs 6. október 2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023 á næsta fundi.

2.Heimili og skóli - Fræðsla og tilboð

Málsnúmer 202210014Vakta málsnúmer

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynna starfsemi sína, fræðsluefni og fræðslutilboð.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að útbúa drög að samningi.

3.Sumarfrístund 2022

Málsnúmer 202205030Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsskýrslu sumarfrístundar 2022
Lagt fram til kynningar.

4.Þorrablót á Húsavík 2023

Málsnúmer 202210029Vakta málsnúmer

Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir afnotum á íþróttahöllinni á Húsavik til að halda þorrablót laugardaginn 14. janúar 2023, án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir erindið.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210004Vakta málsnúmer

Huld Hafliðadóttir, fyrir hönd STEM Húsavík, sækir um 50.000kr styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna fjölskyldurútuferðar í tengslum við NorthQuake 2022 jarðskjálftaráðstefnu sem fer fram á Húsavík 18-20 október. Í rútuferðinni verður farið um svæðið og Húsavík sýnd í jarðskjálftasögulegu ljósi.
Helena Eydís vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Sigríður sækir um styrk að upphæð 400.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna ljósmyndaverkefnis um lífið í Grímsey
Fjölskylduráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki markmiðum sjóðsins um eflingu menningarstarfs í Norðurþingi.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210016Vakta málsnúmer

Salóme Bregt Hollanders sækir um styrk að upphæð 1.732.252 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna sýningarinnar Gárur sem snýr að mikilvægi þaraskóga við Íslands og verður sett upp í Hvalasafninu á Húsavík í ársbyrjun 2023
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um hámarksupphæð sjóðsins 100.000,-

8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Klaudia Migdal sækir um styrk að upphæð 120.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna vegna Fjölmenningar- og jógahelgi á Húsavík. Þar ætlar hún að bjóða upp á jóga- og hugleiðslutíma fyrir konur af erlendum uppruna og krakkajóga og sögustund fyrir pólskumælandi börn.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 100.000,-

9.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2023, kr. 300.000,-
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.

Fundi slitið - kl. 10:20.