Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Áætlanir vegna ársins 2023
202205060
Á 408. fundi byggðarráðs 6. október 2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.
Fjölskylduráð heldur áfram vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2023 á næsta fundi.
2.Heimili og skóli - Fræðsla og tilboð
202210014
Heimili og skóli, landssamtök foreldra, kynna starfsemi sína, fræðsluefni og fræðslutilboð.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að útbúa drög að samningi.
3.Sumarfrístund 2022
202205030
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsskýrslu sumarfrístundar 2022
Lagt fram til kynningar.
4.Þorrablót á Húsavík 2023
202210029
Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir afnotum á íþróttahöllinni á Húsavik til að halda þorrablót laugardaginn 14. janúar 2023, án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir erindið.
5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
202210004
Huld Hafliðadóttir, fyrir hönd STEM Húsavík, sækir um 50.000kr styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna fjölskyldurútuferðar í tengslum við NorthQuake 2022 jarðskjálftaráðstefnu sem fer fram á Húsavík 18-20 október. Í rútuferðinni verður farið um svæðið og Húsavík sýnd í jarðskjálftasögulegu ljósi.
Helena Eydís vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.
6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
202210017
Sigríður sækir um styrk að upphæð 400.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna ljósmyndaverkefnis um lífið í Grímsey
Fjölskylduráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki markmiðum sjóðsins um eflingu menningarstarfs í Norðurþingi.
7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
202210016
Salóme Bregt Hollanders sækir um styrk að upphæð 1.732.252 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna sýningarinnar Gárur sem snýr að mikilvægi þaraskóga við Íslands og verður sett upp í Hvalasafninu á Húsavík í ársbyrjun 2023
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um hámarksupphæð sjóðsins 100.000,-
8.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
202210021
Klaudia Migdal sækir um styrk að upphæð 120.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna vegna Fjölmenningar- og jógahelgi á Húsavík. Þar ætlar hún að bjóða upp á jóga- og hugleiðslutíma fyrir konur af erlendum uppruna og krakkajóga og sögustund fyrir pólskumælandi börn.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 100.000,-
9.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023
202210013
Kvennaathvarfið óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2023, kr. 300.000,-
Fjölskylduráð samþykkir styrkbeiðnina.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Arnar Ævarsson framkvæmdastjóri Heimili og skóli sat fundinn undir lið 2.
Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Grænuvöllum sat fundinn undir lið 2.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar sat fundinn undir lið 2.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 2.